Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
Ég skráði mig á fimmtudaginn, fékk leyfi til að fara fyrr af stað eins og svo oft áður. Fór því snemma að sofa í gær... en get ekki sagt hvenær ég loksins sofnaði.
Klukkan var stillt á 3:45 og þá sveiflaði maður sér framúr... Eftir frekar stuttan undirbúning var rokið út í bíl og ég hljóp af stað um kl 5... Það var svarta myrkur og hálka á göngustígum eftir kvöldrigninguna.
Það var ekkert annað í boði en að láta sig hafa það - ég er á landinu ;)
Á meðan að myrkrið var, fann ég minna fyrir hálkunni... en ég þarf nú að rannsaka hvaða bæjarfélag ætti að lýsa upp göngustíginn á Ægissíðunni... Hvílíkt myrkur, ég reyndi eins og ég gat að sjá göngustíginn en sá ekki einu sinni fæturna á mér... og óttinn við að detta gerði mig stjarfa... eftir að sólin kom upp og margar -næstum-því-byltur- varð ég að færa mig út fyrir göngustíginn.
Ég þakkaði Guði vel og lengi að komast heil í mark.
Þetta maraþon er nr 148
Garmin mældi vegalengdina 42,59 km og tímann 5:37:51
Það var óvænt ánægja að fá bikar en það er örugglega bara af því að þær eru allar í útlöndum
Íþróttir | 20.10.2012 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vala lét mig vita snemma svo ég gæti farið þegar ég vildi... það var ágætt. Ég hljóp upp að Hvaleyrarvatni og til baka... Veðrið var gott, sólskin og nær logn... það var aðeins svalt... en gott.
Náði að fara 9,1 km, sátt með það
Íþróttir | 15.10.2012 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér leist ekkert á rigninguna fyrri part dagsins í gær og fór því ekki út fyrr en um hálf 4. Leiðin lá upp Krísuvíkurveginn... hljóp 7 km uppeftir til að ná amk 14 alls. Það hékk þurrt allan tímann og bjart... hvað verður það lengi ?
En hlaupið var bara gott... 14,04 km og ég bara sæl með það :)
Íþróttir | 14.10.2012 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þurfum að skipta um dag í þessari viku því Vala var í Berlín um helgina... Það var grenjandi rigning í allan heila dag... kannski rigndi eitthvað aðeins hægar á meðan við hlupum amk var rigningin ekki til trafala. Við höfðum nóg að tala. Hrafnistuhringurinn var farinn eins og vanalega - og maður tók varla eftir leiðinni... hehe... bara sett í gír og síðan er þetta sjálfvirkt
Hrafnistan 12,5 km
Íþróttir | 10.10.2012 | 23:37 (breytt kl. 23:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að skrifa að ég hefði hlaupið Hrafnistuhringinn á föstudag... nú er ég með nýtt úr og það mældi hringinn 12,5 km en stundum vantaði km upp á mælinguna á því gamla... því var eitthvað farið að förlast...
Vala er í Berlín... Í dag hljóp ég að Voga-merkinu sunnan við tvöföldunina á Reykjanesbrautinni. Veðrið var ágætt, fékk vindinn á móti suðureftir og því þægilegt að hafa hann í bakið á leiðinni til baka. Vegalengdin mældist 14,7 km... jájá, bara ágætt :D
Íþróttir | 8.10.2012 | 22:34 (breytt kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að skrifa um okkur Völu á mánudaginn, en þá hitti ég hana eins og dagskráin kveður á um... það var frábært veður þá og við nutum okkar, höfðum ekki hist í 2 vikur... það koma nefnilega göt í mánudagana okkar þegar ég er einhversstaðar úti að hlaupa. Við fórum Hrafnistuhringinn okkar.
Í dag hljóp ég ein upp Krísuvíkurveginn, rétt upp fyrir Bláfjallaafleggjarann... Maður minn það var kalt úti... vindurinn var í bakið upp eftir en í fangið á leiðinni til baka.
Náði að fara 11,8 km í dag :)
Íþróttir | 3.10.2012 | 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)