Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Frábært hlaup

Ég hitti Völu við vinnuna. Við hlupum Hrafnistuhringinn saman. Við höfum átt mjög fáa hlaupadaga saman í sumar og í haust ætla utanlandsferðirnar mínar líka að þvælast fyrir okkur. Síðasta maraþon var fyrir 10 dögum... Tvær vikur, er eiginlega versta bil á milli hlaupa hjá mér... því ég hvíli viku eftir maraþon og hleyp lítið vikuna fyrir maraþon. Ég fer út næsta föstudag og hleyp maraþon eftir "þjóðvegi 66" næstu tvo sunnudaga. En í dag nutum við Vala þess að hlaupa saman, kjöftuðum svo mikið að við tókum varla eftir leiðinni - æðislegt.

Hrafnistan 12,5 "as usual" og við í þrusu gír Wink 


Fox Cities Marathon Wisconsin, 18.sept.2011

Community First Fox Cities Marathon Appleton, WI USA
18.sept 2011
 http://www.foxcitiesmarathon.org

Fox Cities Marathon 18.9.2011Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð á undan. Við erum ágætlega staðsett, tæpar 2 mílur í strætó sem fer á startið (sami staður og gögnin voru í gær). Ég var mætt í strætó fyrir kl 7.

Það var frekar kalt og vindur svo ég var að hugsa um að hlaupa í jakkanum en hætti sem betur fer við það á síðustu stundu. Hlaupið var ræst kl 8

Fox Cities Marathon 18.9.2011Það voru ekki margar brekkur, leiðin bein og göturnar frekar langar. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af starfsfólki og allir svo vingjarnlegir. Veðrið hélst milt, ekki of heitt því það var skýjað og vindurinn kældi, síðustu mílurnar komu nokkrir dropar en við sluppum við rigningu.  

Fox Cities Marathon 18.9.2011Ég var orðin mjög þreytt framan á lærunum þegar ég kom í mark, en það gleymdist allt þegar ég fékk verðlaunapeningana.
Einn fyrir maraþonið og annan fyrir að mæta sem félagsmaður og hlaupa Maniacs Reunion Marathon. Þessi peningur er safngripur W00t

Maraþonið mældist 26,32 mílur og minn tími var 5:05:44
Þetta maraþon var nr 132 Whistling


Gögnin sótt í Appleton WI

2011 til Fox Cities MarathonFox Cities Marathon 18. sept. 2011 

Á leiðinni til Appleton keyrðum við í gegnum
MARATHON-sýslu
og framhjá MARATHON CITY...
ekki ónýtt fyrir Marathon Maniac nr 3942.

 

 

Og við fundum líka skilti sem passaði fyrir Bíðara nr. 1

2011 til Fox Cities MarathonVið höfum haft það mjög gott síðan við komum hingað. Það er allt við hendina :)

 

 

2011 til Fox Cities MarathonSamhliða gagnaafhendingunni var REUNION hjá Marathon Maniacs... og við mættum þar.

Hér er maður á mynd með forkólfunum, Maniac #1, #2, ég er ekki viss nr hvað þessi í hvíta bolnum er en ég er # 3942 :)

2011 til Fox Cities Marathon


Vá... vikan datt úr

Ég fékk tak í bakið á sunnudag fyrir viku og lét vera að hlaupa... ekki vil ég missa af GEÐVEIKIS-reunion-inu í Appleton um næstu helgi. Ég hljóp sem sagt ekki í viku en hjólaði eitthvað... settist niður og byrjaði á blessaðri lokaritgerðinni minni... svo það kom eitthvað hagkvæmt og gott út úr þessu taki. Kannski þurfti ég bara að taka mér tak til að byrja á þessari ritgerð... haha - þetta er ekki fyndið. En í dag hitti ég Völu og við kjöftuðum okkur gegnum Hrafnistuhringinn í þessu fína veðri :)

Hrafnistan á ágætis tíma með frábærri vinkonu - hvað er hægt að biðja um meira.

Næsta maraþon verður á sunnudaginn í Appleton WI ( Fox Cities Marathon) heimabæ töframannsins Houdini. Á laugardag, á sama tíma og Expo-ið er verður REUNION hjá Marathon Maniacs og ÉG MÆTI W00t


Laugardagshlaup

Veðrið var æðislegt, eins og sumardagur... Ég fór frekar seint út, lenti á kjaftasnakki um viðtalið á RUV í fréttunum í gær... http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4604069/2011/09/02/9/ 
Maðurinn (Bíðari nr 1) sló í gegn - ekki spurning Police

En Hrafnistuhringurinn 12,5 km, var farinn eins og svo oft áður... ég varð alltaf að vera að bremsa mig af - fór alltof hratt en tíminn aðeins betri en á miðvikudag... svo það er kannski komið til að vera Wink 


Farin að hlaupa aftur

Undanfarin ár hef ég hvílt í viku eftir maraþon... síðasta laugadag var komin vika... en þá hélt ég partý. Ekki voru afleiðingar partýsins að þvælast fyrir mér heldur vaknaði ég sár í hálsi og stífluð af kvefi. Ég lét því vera að hlaupa en hjólaði samt sem áður.

Í dag ákvað ég að hlaupa og viti menn - fyrsta slagveðrið mætti líka. Hrafnistuhringurinn var farinn, ég hef sagt það áður að þetta er veðrið mitt... allir mínir bestu tímar eru í brjáluðu veðri. Núna leit ég ekki á klukkuna allan hringinn ákveðin í að fara hringinn eftir heilsu og vellíðan :) Þess vegna var ég mjög hissa... það eru mörg ár síðan ég hef verið á svona góðum tíma W00t 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband