Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Enn rok og rigning

Verslunarmannahelgarveðrið hefur verið með stífar æfingar síðustu daga... rok og rigning í fullu fjöri. Það var ekkert annað í boði en að drífa sig út í veðrið í morgun... eftir 3 km fékk ég rosalegan sinadrátt aftan í vinstra læri og niður kálfann. kannski er það ekkert skrítið, ég hef verið mjög léleg að teyja undanfarinn áratug og undanfarið hef ég hjólað þónokkuð. Ég reyndi að nudda og jafna mig aðeins í lærinu og hélt svo áfram á hægu lulli... en jók hraðann jafnt og þétt og kláraði hringinn.

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Rok og rigning

Dreif mig út í morgun... hljóp Hrafnistuhringinn minn að mér fannst í mótvindi alla leiðina. Hljóp fram á Ingileif við Fjarðargötuna og við vorum samferða um km. 

Mér fannst ég ágætlega spræk enda slappaði ég af í gær en það var í eina skiptið þennan mánuð sem ég hvorki hljóp, hjólaði eða gekk. 

Hrafnistuhringurinn 12,5 km  


Milt og gott - bæði veðrið og hlaupið

Hljóp Hrafnistuhringinn minn ein og mætti fáum á leiðinni... bærinn er ,,tómur"

Það var skýjað... ágætt að það var ekki of heitt - nóg svitnar maður samt. Ég reyndi að hlaupa jafnt og fara á snakk-hraða. 

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Hrikalega gott í dag

Ég finn alltaf betur og betur hvað hjólið styrkir mig... fyrir utan að ég hef skafið smá fitu af mér, þá hefur úthaldið aukist Cool 
Ég held ég hafi hreyft bílinn 1 dag síðustu 2 mánuði og þá tókst mér að bakka á annan bíl Blush... annars hef ég farið allt á hjólinu.

Í dag hljóp ég Hrafnistuhringinn 12,5 km og hjólaði síðan 14 km á eftir - bara rólegt í dag. 


Ein í Hrafnistuhring

Ég var ágætu stuði í dag... hljóp ein því Vala fór vestur í gönguferð. Veðrið var frábært hlýtt en skýjað. Bærinn var ,,tómur" eða þannig, örfáir bílar og fólk á ferli.

Hrafnistan 12,5 km :) 


Yndislegur dagur :)

Ég byrjaði á því að hlaupa Hrafnistuhringinn með smá útúrdúr... hitti Lúlla á hjólinu upp á hrauni og hann hjólaði með mér restina af hringnum... Soffía hjólaði með á tímabili. 

Eftir smá snarl fór ég út að hjóla, til Bjargar, upp að Hvaleyrarvatni með ratleikskortið og gekk að spjaldi nr 5... þegar ég kom að Krísuvíkurveginum aftur ákvað ég að hjóla upp að Bláfjallaafleggjara áður en ég færi í Bónus og heim - frábær dagur :)

Hlaup 13 km - hjól 20 km - ganga 2,8 km  


Esjan :)

Ég hef víst gleymt að blogga um þegar við Soffía hlupum á miðvikudag. Annars hef ég hjólað út í eitt alla vikuna og gekk á Helgafell á þriðjudaginn.

Á toppnum, Esjan 15.7.2011

Í dag hjólaði ég héðan úr Hafnarfirði upp að Esjunni (31,91 km), gekk á fjallið (6,82 km) og hjólaði heim (33,27km) Fór ekki alveg sömu leið heim.

Veðrið var yndislegt... sól og blíða... hrikalega mikil umferð en mér fannst þetta frábær dagur - þó ég hafi gleymt að skrifa í gestabókina á toppnum  en mundi þó eftir að taka mynd með símanum :) 


Tvær flugur í einu höggi

Veðrið var yndislegt í dag, eiginlega of gott, ég brann á handleggjunum í ratleiknum í gær og varð að vera í síðaerma bol. Fór út á heitasta tíma, rétt eftir hádegið. Ætlaði að hlaupa Hrafnistuhringinn og fara svo á hjólinu til Eddu... en klukkan tifaði hratt svo ég ákvað að breyta til og hlaupa til Eddu systir og mála og klára svo hringinn. Kláraði eina mynd og málaði tvær litlar :) Frábært. 

Hún var síðan að fara í Kópavog svo ég var samferða og fór út á hringtorgsbrúnni í Kópavogi og hljóp þaðan heim. Var með dót í poka sem gaf sig og ég endaði á að setja draslið framan á mig undir peysuna. Maður verður ótrúlega þreyttur að halda á einhverju þó það sé létt.

Frábært - sló tvær flugur í einu... hlaupa og mála :D


Í ógisslega góðum gír :)

Við hjónin vorum búin að hjóla um hverfið og út að Straumi áður en ég fór út að hlaupa. Það liggur við að veðrið hafi verið of gott... Cool
Sól, blíða og ég ákvað að fara lengra en Hrafnistu - svo stefnan var tekin á Garðabæ. Það var samt óþarfi að fá mikilmennskubrjálæði og fara lengri hringinn sem nær inn í Kópavog... W00t

Garðabær hinn minni 16 km og hjól 10,2 km


Í stuði með Völu

Ég hélt ég yrði svolítið þung í dag... eftir að hafa hjólað í Vogana í gær en heimleiðin var erfið í brjáluðu roki og rigningu... en ég var bara góð og hélt ágætum hraða með Völu :) 
Við fórum Hrafnistuhringinn okkar í rigningu og logni sem var aðeins að flýta sér ;) 

Hlaupið 12,5 og hjólað 12 km - bara gott :) 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband