Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
SunTrust National Marathon & Half Marathon, Washington, DC USA
26.mars March 2011
http://www.nationalmarathon.com
Þetta hefur verið sögulegt ferðalag... Við lentum í New York kl 19 á fimmtudagskvöldið og vorum EKKI með þeim fyrstu að fá töskurnar... þurftum að bíða LENGI eftir bílnum... sem ég uppgötvaði eftir 15 mín að var bensínlaus... Við vorum síðan 2-3 mömmutíma sem eru 6 klst á íslensku að keyra til Washington DC. Þegar við komum þangað hafði herbergið okkar verið afpantað... mistök hjá Super8.com... ég hafði pantað 2 herbergi og afpantað annað þeirra. Fórum að sofa um kl 4 um nóttina.
Við sváfum í 3 tíma fyrstu nóttina, þá var farið í búðarráp og ég sótti gögnin fyrir hlaupið. við komum frekar seint heim aftur, ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að sofa umkl 10.
Svaf ágætlega, vaknaði kl 3:30, græjaði mig og var lögð af stað rúmlega 5. ég var um hálftíma að keyra á staðinn. þeir voru að byrja að loka götunum en ég fann gott bílastæði. Síðan tók þetta venjulega við. Það var svo kalt að ég beið mestan tímann inni í höllinni.
Eftir að hafa farið út, þrætt klósettröðina og komið mér á básinn, kólnaði ég svo niður að fæturnir á mér voru dofnir/frostnir þegar skotið reið af kl 7... ég fór kl 7:26 yfir startlínuna. Það voru 6-tíma-takmörk og mér fannst ekki sanngjarnt að mæla það frá skoti...
Ég held ég hafi aldrei hlaupið með ennisband heilt maraþon í útlöndum fyrr. Það var kalt og vindur, og sólin gat ekki einu sinni hlýjað.
Washington DC er ekki fylki og því ekki talið með í 50StatesMarathonClub en er aftur á móti talið með í 50andDCmarathongroupusa, þannig að þegar ég klára DE hef ég klárað báða klúbbana.
SunTrust marathon er 127. maraþonið mitt... enn er eitt fylki eftir
Hlaupið mældist 42,2 km þrátt fyrir að detta út í undirgöngum.
Garmurinn minn mældi tímann 5:18:58
Íþróttir | 27.3.2011 | 03:27 (breytt 12.5.2011 kl. 20:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það byrjaði að snjóa þegar ég fór út úr dyrunum og hætti þegar ég steig aftur á stéttina við útidyrnar. Ótrúlegt, við Vala vorum eins og tvær snjókerlingar í ófærðinni og hálkunni í dag. Vala féllst á styttri hring fyrir mig, styttingin var Hjallabrautin niður að sjó, munar rétt rúmum 2 km. Ekkert mál - ekki saman birtan og á laugardaginn þegar ég missti fjarlægðarskynið í hvítum snjónum. Núna hljóp ég í keng - svo derið tæki snjókomuna.... og elti bara tásurnar á Völu.
Hjallabrautin - ekki stefnan ;) 10,2 km
Íþróttir | 21.3.2011 | 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var yndislegt - ekki hægt að segja það sama um færðina á götunum. Fyrstu 3 km tók mig 5 mín lengur að fara... þegar ég var búin að berjast í ófærðinni, stundum næstum með snjóblindu í sólinni þá færði ég mig út á götu... bílstjórar voru allir mjög tillitssamir :)
Hrafnistan og allt í góðu í dag
Íþróttir | 19.3.2011 | 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt hvað maður getur þrælað sér út í ritgerðum... blogga um miðja nótt að ég hljóp í dag. Ég var ein, göturnar voru allar auðar eftir úrhellið sem hefur verið... hvílíkur munur... ég slapp við rigningu en fékk rok í staðinn...
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 15.3.2011 | 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var bara snilld að smella sér út eh... sama leið og í gær... og síðasta árið enda engin ástæða til að breyta því sem er gott... Sólin er gleðigjafinn þessa dagana, ófærðin var eins og í gær, sömu kaflarnir óruddir, laus snjór yfir sömu hálkubunkunum og autt á sömu stöðum.
Hrafnistuhringurinn kæri í sól og sælu 12,5 km
Íþróttir | 12.3.2011 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp síðast á mánudag með Völu, en síðan hefur allt verið í stoppi, endalaust eitthvað annað í gangi... en í dag komst ég loksins út... veðrið var gott þó það væri kalt... á flestum stöðum var vel skafið en laus snjór ofan á hálkublettum.
Hrafnistuhringur í sól og frosti en með allar græjur hlauparans... nema svifdreka og Huskie-hund
Íþróttir | 12.3.2011 | 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var snjókoma, réttara sagt haglél sem börðu okkur meat alla leiðina. Við fengum rokið líka alveg frí-keypis... og óruddar gangstéttir... Þetta var sem sagt erfitt í dag og við vorum lengi. Þegar ég kom heim var hárið á mér frosið og ég eins og snjókelling.
Hrafnistan í hrikalegri frærð... 12,5 km
Íþróttir | 7.3.2011 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bláa kannan hittist í annað sinn til að ganga um Hafnarfjörð... síðast löbbuðum við Lúlli niður í Suðurbæjarlaug en nú fór ég ein á hjólinu, veðrið var vont og fór versnandi með hverju augnabliki... Gengið eða fokið var suður að golfvelli þar sem gönguprufa var tekin á nýja göngu???-stígnum meðfram honum. Snérum við þegar hann endaði í forardrullusvaði og börðumst til baka út i sundlaug. Þetta hafa sennilega verið 4,5 km samtals.
þá var að hjóla til baka, ég hef aldrei áður fokið út af á hjóli, svo ég tók auka sveig til að forðast bersvæði og hjólaði því um 4 km alls.
Íþróttir | 5.3.2011 | 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert eins gott og að fara út að hlaupa eftir að hafa skilað af sér verkefni... skilaði fyrstu ritgerðinni á miðvikudag og heimprófi í hádeginu. Fyrir utan léttirinn að hafa skilað prófinu, þá var veðrið dásamlegt
Hrafnistan 12,5 km á brosinu
Íþróttir | 4.3.2011 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er meira hvað ég er þreytt og þung... Þegar ég kom á Austurgötuna svimaði mig... færið var þungt fyrir mig... þá er gott að hafa hlaupavinkonur sem fórna sér og fara hægt með manni
Hrafnistan 12,5 km ,,sýnd hægt"
Íþróttir | 1.3.2011 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)