Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Hoover Dam Marathon 29.okt. 2011

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Hoover Dam Marathon, 1/2 Marathon & 10K

29.okt. 2011; Lake Mead N.R.A. ~ outside of Las Vegas, NV
http://www.calicoracing.com

Við keyrðum til Boulder City í gær og sóttum gögnin, borðuðum og fórum síðan á hótelið til að hvíla okkur. Það var ekki sofið mikið þar-síðustu nótt og það er ennþá þreyta í mér.
Hoover Dam Marathon 29.10.2011Klukkan var síðan stillt á 3:40 en ég var alltaf að rumska og hætti að bíða eftir klukkunni kl 3:20

Við vorum búin að kaupa okkur morgunmat en ég saknaði þess að hafa ekkert kaffi. Við lögðum af stað til Boulder City kl 5. það eru um 45 km á startið... sem er við Lake Mead (á verndarsvæði) rétt hjá Boulder City.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Myrkrið gerði það að verkum að við áttum erfitt með að finna útafkeyrsluna en við vorum komin þangað rétt fyrir kl 6.

Leiðin var erfið og byrjaði leiðinlega... fyrstu 3 mílurnar voru upp og síðan tók við malarstígur upp í fjöllin og leiðin lá í gegnum 5 gömul námagöng... niður hinu megin og alla leið að bílastæðunum við Hoover Dam... sem ég sá aldrei í hlaupinu þó það heiti Hoover Dam Marathon.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Þá lá leiðin til baka... með aukalykkju fram hjá markinu tvisvar sinnum...

Þessi -fram og til baka- leið var bara hálft maraþon svo það var nauðsynlegt að fara hana tvisvar... bæði brekkurnar fyrir og eftir göngin sem voru nú orðin 20.

Hoover Dam Marathon 29.10.2011Ég hitti Lúlla og fékk myndavélina hjá honum til að geta myndað göngin í seinni ferðinni.

Það var svalt í upphafi en síðan tók hitinn við... sólin skein eins og henni væri borgað fyrir það og ekki skýhnoðri á lofti. En maður klárar ALLTAF. Ég þurfti að fara úr skó og sokk einu sinni á leiðinni til að losa sand og tékka á blöðru því ég rann svo til í skónum. Það mættu fullt af maurum á staðinn... en ég var of þung ;)

Þetta maraþon er nr 136
Garmurinn datt út í lengstu göngunum og mældi það því styttra, eða 26,09 mílur og tímann 5:58:16


Stutt með Völu í rigningunni

Venjulega tek ég frí í viku en nú fer eg út á fimmtudaginn (næsta maraþon á laugardaginn) og því myndi líða LANGUR tími þar til ég myndi hitta Völu. 

Það var grenjandi rigning og ískalt að hjóla í vinnuna til hennar OG ég var ekki að nenna þessu, búin að vera inni í hlýjunni í allan dag.

En hlaupið var frábært. Ég var ekki eins eftir mig (svindlaði og tók orkuskammt) og svo var þetta ekki fullur hringur.

Hjólið 4,4 km og hlaup 8,05 km  


Haustmaraþon FM 22.10.2011

Skráning í hlaupið var á netinu, greiðsla á reikning félagsins. Þetta er svo heimilislegt hjá FM að ég fæ alltaf að byrja fyrr og mér er treyst til að fara rétta leið, mæla vegalengdina með garminum og taka tímann.

Haustmaraþon FM, 22.okt 2011

Í þessu frjálsræði verð ég síðan alltaf grófari og grófari. Í morgun/nótt var klukkan stillt á 3:20... MANIAC... því ég var ákveðin í að hlaupa ekki seinna af stað en 5:30. Þá væri ég að byrja seinni hringinn með hinum sem byrja kl 8.

Það tókst hjá mér, ég hljóp af stað rétt fyrir 5:30... ég var með mitt vatn, 3 litla brúsa, lenti strax í vandræðum með þá en gat leyst það. Veðrið var frábært, rigndi aðeins tvisvar á mig, ég hleyp mjög afslappað þegar ég byrja fyrr. Keilurnar og örvar vísuðu veginn og allt gekk vel þó ljósleysið sé erfitt út að Nesi. 

Haustmaraþon FM, 22.okt 2011

Þegar ég kom í mark eftir fyrri hring voru nokkrar mínútur í ræsingu og liðið var síðan fyrstu 4 km að fara fram úr mér. Seinni hlutinn var erfiðari... hvernig á annað að vera þegar ég æfi lítið sem ekkert. Ég gerði tilraun í þessi hlaupi, ég notaði 7 tíma orkuna mína og á drykkjarstöðvum snerti ekki orkudrykkina, var bara í vatninu og fékk engan bjúg á hendur og fætur :)
Myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr 1 Wink

Þetta maraþon er nr 135 hjá mér.
Garmurinn mældi það 42, 75 km og tímann 5:06:01 


Mother Road Marathon Joplin MO 9.okt.2011

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Mother Route 66.wmv    Videó 

Mother Road Marathon & Half-Marathon, 5K, 1 Mile Fun Run, Joplin, MO.
9.okt. 2011.
http://www.runmrm.com

Annað sinn sem þeir halda þetta marathon og ég heyrði að þeir hefðu orðið fyrir svolitlum vonbrigðum hve fækkaði frá því í fyrra.

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011 Klukkan var stillt á 4:00 en ég var vöknuð amk klst fyrr. Lúlli keyrði mig á markið um kl 6 til að taka síðasta skólabílinn á startið. Það voru ekki margir í henni.

Hlaupið var ræst kl 8 en allir voru sammála umn að það hefði mátt ræsa hálftíma fyrr, enda átti að hitna verulega þegar liði á hlaupið. Ég var auðvitað með á grúppumynd með öðrum Marathon Maniacs - hvað annað W00t

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011 Hlaupið var frá Commerce í Oklahoma, (og allt um hótel-ruglinginn á hinu blogginu) gegnum Kansas og til Joplin í Missouri. Hinn sögufrægi þjóðvegur 66 liggur gegnum 8 fylki og 3 tímabelti.

Þessi gamli vegur var slitinn á köflum, mjög kúptur og sumsstaðar malarvegur og á honum voru nokkrar langar og góðar brekkur Crying 

Route 66, Commerce - Joplin 9.10.2011Mér gekk ágætlega fyrri helminginn eins og í síðasta maraþoni en átti í erfiðleikum seinni helminginn. Þá var ég orðin þreytt á að renna út í hliðina á skónum í hallanum (er enn aum) og hitinn lamaði mig en hann var um 35°c síðustu tímana.

Alltaf nær kella samt í markið - þó það sé seint og síðar meir Cool
Hlaupandi blaðamaður frá KBIA tók viðtöl á leiðinni... 
http://kbia.org/post/reporters-notebook-running-joplin

Þetta maraþon er nr 134,
Garmurinn mældi það 42,42 km og tímann 5:44:52

Það kom mér virkilega á óvart að vera fyrst í mínum aldursflokki Whistling

Vidéó um hlaupin mín á Þjóðvegi 66 Mother Route 66.wmv   


Framhald af Route 66

Joplin Missouri 8.10.2011 Mother Road Marathon Joplin Missouri

Ég sótti númerið mitt í Expo-ið í dag... þetta var aðeins stærra en síðasta expo... 5 eða 6 borð. Það var ekki boðið upp á neitt enda er bærinn í sárum eftir fellibylinn í maí sl.

Við renndum síðan þangað sem markið er, því þaðan fara rúturnar á startið í fyrramálið. Síðan lentum við óvart á Country-hátíð hjá Auto-Part... en allt í kringum Route 66 varðar bíla og teiknimyndirnar Cars eiga upphaf sitt til eins af bæjunum sem ég hleyp í gegnum á morgun.

Það næsta var bara þetta venjulega, kaupa morgunmat fyrir mig, borða og sóla sig... þ.e. taka það rólega :)


Route 66 Marathon - Þjóðvegur 66

Kickin' Route 66 Mother Road Run Marathon
& Half Marathon, 50K, 50 Mile, 50K Relay Springfield, MO USA 2.okt. 2011
http://s122036257.onlinehome.us/images/race_apps/route66/route66flyer2011.pdf

Route 66 Marathon 2.10.2011 655Klukkan var stillt á 4:10 en við vorum vöknuð áður, enda fór ég extra snemma að sofa í gær, var þreytt eftir keyrsluna. Hótelið er 5 mín frá markinu. Við vorum mætt þangað, áður en rútan fór á startið kl 6:30

Það var kalt úti, köld þoka lá í lægðum. Mér var kalt fyrstu mílurnar en það hitnaði verulega eftir að sólin kom upp. Ég var með inntöku-prógramm, verkjatöflur fyrir takið í lærinu og 7hour energy.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Fyrri hlutinn var erfiðari, tómar brekkur en vegna temmilegs hita klifraði ég upp þær á ágætis hraða og það leit út fyrir ágætis tíma... en maraþon er ekki búið fyrr en í markinu. 

Vegna Ultra-vegalengdanna voru mílurnar taldar niður, það var ágætt og ég hitti Bíðara nr 1 þegar 6 mílur voru eftir, þá var ég búin að ganga meira eða minna 3 mílur því ég var með æluna í hálsinum (ofreynsla, vökvaskortur eða pest).

Route 66 Marathon 2.10.2011 666Ég var svo blessuð að finna ekki fyrir takinu í lærinu allt hlaupið en hitinn tók sinn toll af mér í seinni hlutanum og svo var of langt á milli drykkjarstöðva... 3-3,7 mílur.

Þetta hlaup var 1.hlaupið og því hálfgerð prufa... Mér finnst þeir hafa staðið sig ágætlega, héldu vel utanum fólkið, allt var gert með gleði og vilja til að þjóna, bolurinn flottur, peningurinn ÆÐISLEGUR og flokkaverðlaunin sérstök, það eina sem má bæta er - fleiri drykkjarstöðvar.

Route 66 Marathon 2.10.2011 Þetta maraþon er nr. 133
Garmin mældi það 42,11 km og tíminn 5:33:05
Ég var önnur í mínum aldursflokki Smile
-


Expo í Springfield Missouri

Eftir 613 mílna keyrslu, frá Minneapolis til Springfield.... var fyrsta stoppið í Expo-inu, því næst minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Síðan var bara að borða, kaupa sér morgunmat og tékka sig inn á mótelið... gera sig klára og slappa aðeins af, ég þarf að vakna snemma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband