Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Nú var réttur dagur... Fimmtudagur er brekkudagur. Soffía beið við Lækjarskóla. Veðrið var gott, aðeins of mikilll vindur og tvisvar héldum við að það væri að fara að rigna.
Brekkuhringurinn er 13,2 km
Íþróttir | 8.7.2010 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrafnistan er 12,5 km
Íþróttir | 7.7.2010 | 15:13 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Soffía hittumst við Lækjarskólann kl 10 og hlupum minni Garðabæjarhringinn. Við fengum ágætis veður á meðan við hlupum saman. Við skildum við endann á Fjarðargötunni, hún hljóp upp Reykjavíkurveginn en ég Fjarðargötuna og þá byrjaði að rigna. Ég var farin að sakna þess að hafa ekki hlaupafélaga svo þetta var æðislegt í dag.
Garðabær hinn minni er 16 km.
Íþróttir | 5.7.2010 | 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór frekar seint út, lenti á kjaftasnakki á pallinum. Silaðist Hrafnistuhringinn í dásamlegu veðri - þurfti að stoppa mörgum sinnum og þurrka framan úr mér, manni svíður svo að fá svitann í augun. Ég var rétt búin að fara í sturtu og blása hárið þegar Harpa hringdi og spurði hvort ég væri til í ratleikinn.... Já auðvitað og við gengum líklega um 7 km í hrauninu við Lónakot.
Hrafnista 12,5 + 7 km ratleikur
Íþróttir | 3.7.2010 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég klifraði upp úr nammipoka og óð út alltof seint í dag... og var í tímaþröng í þokkabót... ekki góð blanda enda ákvað ég fljótlega að annaðhvort yrði ég að stytta hringinn eða sækja um á Hrafnistu ... í stuttu máli var Hrafnista ekki nálægt - styttra heim... svo ég stytti hringinn
Ætlunin var að fara stóra brekkuhringinn en ég fór bara 6 km.
Íþróttir | 1.7.2010 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)