Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Við hittumst við Lækjarskóla, ég er enn eitthvað þreytt... Við fórum Áslandsbrekkurnar og í staðinn fyrir að skila Soffíu heim, þá hlupum við Austurgötuna til baka og aftur upp á hornið við Hverfisgötu þar sem við hittumst fyrst. Það var rigningarsuddi og þoka allan tímann en nokkuð hlýtt.
Hringurinn er því aðeins lengri en vanalega eða 12,8 km
Íþróttir | 11.3.2010 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var með barnabarnið í æfingaakstri svo það passaði að keyra í stað þess að hlaupa til Völu. Við hlupum síðan frá Sjúkraþjálfaranum. Ég var eitthvað mjög þreytt og illa upplögð í dag, dróst varla áfram... enda hef ég svikist um það sem af er mánuðinum.
Það rættist úr veðrinu - ég hafði gert ráð fyrir rigningu en við sluppum.
Hringurinn mældist 7,7 hjá mér en 8 hjá Völu... svo ég skrifa 8 km í hlaupadagbókina.
Íþróttir | 9.3.2010 | 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)