Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Með Soffíu

Við hittumst við Lækjarskóla, ég er enn eitthvað þreytt... Við fórum Áslandsbrekkurnar og í staðinn fyrir að skila Soffíu heim, þá hlupum við Austurgötuna til baka og aftur upp á hornið við Hverfisgötu þar sem við hittumst fyrst. Það var rigningarsuddi og þoka allan tímann en nokkuð hlýtt.

Hringurinn er því aðeins lengri en vanalega eða 12,8 km


Með Völu

Ég var með barnabarnið í æfingaakstri svo það passaði að keyra í stað þess að hlaupa til Völu. Við hlupum síðan frá Sjúkraþjálfaranum. Ég var eitthvað mjög þreytt og illa upplögð í dag, dróst varla áfram... enda hef ég svikist um það sem af er mánuðinum.
Það rættist úr veðrinu - ég hafði gert ráð fyrir rigningu en við sluppum.

Hringurinn mældist 7,7 hjá mér en 8 hjá Völu... svo ég skrifa 8 km í hlaupadagbókina.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband