Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Við ætlum að hafa þennan tíma (kl 10) fastan á fimmtudagsmorgnum... Áslandsbrekkurnar verða líka fastur liður á fimmtudögum. Þetta var frábært í dag, það er svo mikill munur að hafa göturnar auðar. Veðrið var sæmilega hlýtt en mótvindur upp allar brekkurnar.
Hringurinn mældist 13 km fyrir mig.
Íþróttir | 14.1.2010 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst það vera heiður... TAKK TAKK
Íþróttir | 13.1.2010 | 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hafði steingleymt að ég hafi ætlað að hlaupa með Soffíu kl 11 í dag... af því að ég átti að vera í skólanum á morgun... svo ég klæddi mig og hljóp út í stressi... sem þreytti mig allan tímann. Soffía hljóp á móti mér og þess vegna kom nýr hringur út úr þessu...
Ég fékk 8,6 km út úr þessu, veðrið var ágætt, smá rigningardropar, hlýtt og allt autt nema á gangstéttum í kringum Suðurbæjarlaugina, þar eru alltaf skautasvell.
Íþróttir | 13.1.2010 | 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við höfum ekki hlaupið saman síðan fyrir jól. Hún var að vinna til kl 5 og ég var mætt tímanlega fyrir utan. Það var svolítið kalt og mótvindur á leiðinni niðureftir en eftir að við Vala hlaupum af stað, man ég ekki hvorki eftir vindi eða kulda... okkur hitnaði meira að segja svo að við tókum af okkur vettlinga og renndum niður...
Það var hálkulaust að mestu... og Hrafnistuhringurinn mældist 12,7 km, með smá útúrdúr við tjörnina og í vinnuna til Völu.
Íþróttir | 12.1.2010 | 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvílík hálka, ég var heppin að fljúga ekki á fésið í nokkur skipti... Ég fór út um hálf 9 í morgun, ætlaði að hitta Soffíu kl 10 við Lækjarskólann... Hálkan var svo lúmsk... við fórum bara fetið og reyndum að nota gras og möl meðfram göngustígum til að fóta okkur.
Við fórum Hrafnistuhringinn... saman fórum við 7,4 km... en hringurinn lengdist hjá mér við að hlaupa upp Hverfisgötuna á móti Soffíu og svo að hlaupa að Lækjarskóla með henni aftur áður en ég fór heim. Þetta urðu 14 km hjá mér.
Íþróttir | 11.1.2010 | 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp frekar seint út, mig langaði til að fara Garðabæjarhringinn, það er svo langt síðan ég hef farið hann... en ég var eins og asninn... erfitt að breyta út af
Það er hvílíkur munur að hlaupa á auðum götum heldur en að hlaupa í ruðningunum meðfram þeim eða á illa sköfnum gangstéttum. Það rigndi aðeins, smá vindur en annars var þetta bara dásamlegt.
Hrafnistuhringurinn minn er eins og alltaf 12,5 km
Íþróttir | 10.1.2010 | 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitti Soffíu við Lækjarskólann kl 11. Veðrið var æðislegt, hitinn um frostmark, logn og svo er svo gott að hlaupa á meðan það er bjart.
Við hlupum brekkurnar í Áslandinu og björguðum heimsmálunum í leiðinni eins og venjulega. Hringurinn mældist eins og áður 13,2 km.
Íþróttir | 8.1.2010 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp út úr dyrunum rúmlega 11 í morgun... færðin var lala... laus snjór, klaki og hlýrra en ég hafði haldið. Var ein á ferð, með brodda en gleymdi vatnsflöskunni.
Ég hljóp Hrafnisturhringinn sem mælist 12,5 km eins og vanalega...
Íþróttir | 6.1.2010 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er allt komið í sama horf, ég hitti Soffíu í 10°c gaddi kl 11 og við hlupum Áslandsbrekkurnar. Maður minn, hvað kuldinn beit. Ég var gjörsamlega frosin á spikinu þegar ég kom til baka.
Áslandsbrekkuhringurinn er 13,2 km.
Íþróttir | 3.1.2010 | 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóp með Kuldabola... 7°c frost... var bitin hægri vinstri á leiðinni. Þó kuldinn biti þá var veðrið mjög fallegt og þægilegt að flestar gangstéttir voru skafnar. Ég hljóp á broddum, með Laugavegshlífarnar og með grifflur. Hrafnistuhringurinn er 12,5 km og ég var svo hugsi alla leiðina að ég man ekki eftir sumum köflum leiðarinnar.
Það versta er að nú er maður kominn á þann aldur að stór hluti ársins verður nákvæmlega þannig, maður man ekki eftir því sem gerist.
Íþróttir | 2.1.2010 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)