Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ein hetjan enn...


Það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær.
Við Þórdís hlupum 10,5 km kl 9 í morgun og eftir hádegið gekk ég á Helgafell, með Hörpu, Óla, strákunum, vini þeirra og Mílu. Gabríel 4 ára var að fara í fyrsta sinn.

Sá sem gengur á Helgafell er HETJA.... ekki spurning. Veðrið var æðislegt. Gabríel gekk alla leið upp og næstum alla leið til baka.... hann var svo óstöðvandi um kvöldið.... alls ekki hægt að merkja fjallgöngu á honum, en Míla var gjörsamlega búin enda bara 4 mán... steinsofnaði á pallinum.

Þá hafa öll barnabörnin gengið á Helgafell.... öll orðin hetjur.  Wink 


Fimmtudagur, brekkuhringur


Við vorum 5 sem hlupum Áslandsbrekkurnar í dag.... það var hvasst en 16 °C hiti.  Veðrið var einu orði sagt alveg frábært... nú er gaman að hlaupa úti.

Það lítur út fyrir að það verði fámennt á laugardagsmorgun... margar að fara út úr bænum... En það verða amk ég og Þórdís, veit ekki með Möggu.


Skýjað, heitt, hvasst og smá regn


Skýjað, heitt, hvasst og smá regn..... sýnishorn af veðri
Það virtist vera frekar kalt úti, svo ég fór í langerma bol undir vestið. Á leiðinni niður að Lækjarskóla varð mér litið á mælinn í bílnum..... 15 °C ... ég trúði því varla.

Við Þóra Hrönn hlupum tvær Setbergið, reyndum að hlaupa á þægilegum hraða og hugsa um púlsinn... sem vildi fara upp. Það var heitt, lúmskt veður, þegar það er skýjað og hvasst.. og svo rigndi aðeins.

En við ætlum að fara Áslandið næsta fimmtudag kl 17:30


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband