Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Úps


Til hvers að hafa hlaupadagskrá og fara svo ekki sjálf eftir henni .... Sorry Blush

Við Soffía ætlum að hlaupa kl 6 í dag, hún kemst ekki fyrr. 
Svo að ef það hentar einhverri annarri, þá verðum við mættar við gamla Lækjarskóla kl 6 í dag og ætlum að fara Setbergshringinn.

Hverjar eru bestar Joyful


Gleðilegt sumar


sólÉg óska ykkur öllum Gleðilegs sumars...
Ég skrifaði í athugasemdir síðustu færslu.... og spurði hvort Byltur ætluðu að hlaupa á auglýstum tíma á sumardeginum fyrsta.  Þóra Hrönn ætlar að halda sínu striki... gott hjá þér.  Soffía er að spá í að ganga á Helgafell, en um hinar veit ég ekki.

Ég verð við skírnarathöfn eh og af fenginni reynslu tel ég ekki gott að hlaupa á eftir. 
Það á að skíra langafabarn (nr.2) mannsins.

Þess vegna ætla ég að hlaupa fyrir hádegi...
Ég ætla að mæta kl 10 fh við gamla Lækjarskóla og láta það ráðast hvort ég hleyp ein eða hvort einhver önnur mætir Cool..... Það er komið sumar, la lala la


Hlaupið í leyni


Við Soffía hlupum í leyni síðasta fimmtudag Smile 
Þetta var prufa fyrir mig en ég hef ekki hlaupið í 5 mánuði. Við hlupum nákvæmlega 5 km. og fórum bara rólega.

Þetta var ekkert nema dýrð og dásemd, fóturinn gerði ekki uppreisn og mér hefur liðið mjög vel síðan........ svo við ætlum að fara aðra leyniferð fh. í dag.

Annars er ég að skrifa BA ritgerðina núna, og ætti ekki að hafa tíma til neins annars, en þar sem skólinn er búinn þá er tilvalið að brjóta upp daginn með hlaupi eða gönguferð.   Wink 

Byltur.... mæti í vikunni InLove  love U


Er vorið hætt við?


Pinch   Það kemur varla orð frá mér þessa dagana. Enda nóg að skrifa fyrir skólann, hver ritgerðin á fætur annarri. Ég gaf mér samt sem áður tíma til að fara í göngutúr um hverfið í gær.... það var svolítið kalt en annars dásamlegt veður. Ég var alveg viss um að vorið væri komið.... en NEI um kvöldið byrjaði að snjóa.

Þetta er svo sem eðlilegt, hvernig á dagatalið að vita að páskarnir voru snemma í ár og páskahret þess vegna alltof seint á ferð.

Við verðum að vona að þessi skelfing standi ekki lengi svo Bylturnar geti farið að taka þetta alvarlega og skokka um bæinn.... léttklæddar  Kissing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband