Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

New Orleans Mardi Gras Marathon, 24.febr.2008


Nei, þetta er ekki hass-maraþon..... New Orleans febr.2008 013

Gleymdi að spyrja hvernig nafnið væri komið til. 
En hvað um það, maraþon var afgreitt í dag, 24 febr.2008,  maraþon sem mældist 43 km samkvæmt Garmin-úrinu.

það var frekar heitt og rakt, sem tók sinn toll af gömlu.
Fyrri hlutinn gekk mjög vel var 3 tíma með hann, en þá duttu út hálfmaraþonarnir og bæði leiðin varð langar einmanalegar götur þar sem varla sála á ferð og svo hitnaði verulega í sólinni. 
Ég reyndi að halda dampinum en tókst illa, var 3;45 með seinni hlutann.... slakari tími en í Phoenix í janúar, en það er auðvitað ekki hægt að jafna þessu maraþoni við musik-maraþon.

Louisiana er afgreitt, sem 21. fylkið.
það er ekki eftir það sem er búið.......Wink


We´re back in USA


Þá erum við komin til New Orleans og maraþon á morgun.  Vorum að borða morgunmat og förum á eftir að sækja gögnin fyrir hlaupið. www.mardigrasmarathon.com

Þetta verður mjög spennandi, leiðin núna, sem mér skilst að sé ný, er í gegnum franskt hverfi, sem er leifar af gamla miðbænum, leifar frönsku innflytjendanna sem námu hér land.....
svona lýsa þeir því .... Exciting new course! Start and finish in front of the Louisiana Superdome! The course proceeds through the French Quarter via world famous Bourbon Street and Royal Street (yes...right down Bourbon Street!)..... hljómar spennandi  Smile

Það er hlýtt hérna, eitthvað annað en snjókoman í New York svo ég get ekkert annað en hlakkað til  InLove  þetta er ekkert nema frábært. 
Við sjáum í sjónvarpinu að snjónum kyngir niður í New York og flug tefst mikið eða er aflýst, svo það er heppni að við komumst hingað í gær....

P.s. Lúlli æfir bið....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband