Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Þetta ár hefur verið sannkallað hlaupár... ekki aðeins í þeirri merkingu að dagar þess voru 366, heldur í þeirri merkingu að ég hef aldrei hlaupið eins mörg maraþon á einu ári... eða 17 talsins.
Síðasta haust fékk ég hásinameiðsli og varð að hætta við Marine Corps Maraþonið í Washington DC í okt... þess vegna hélt að ég myndi nú ekki hlaupa mikið þetta árið...
En við vorum búin að kaupa ferð til Californíu um áramótin og ég var búin að kaupa mig inn í Rock´N´Roll maraþonið í Arizona... og ég var nokkuð góð í fætinum
Músíkmaraþonin eru sérstaklega skemmtileg, svo ég ákvað að láta mig hafa það og kraftganga... með þeirri hugsun að hætta þá bara á leiðinni ef hásinin myndi bresta. Þar með var ekki aftur snúið... þetta varð eina ferðin á árinu sem ég hef aðeins tekið 1 maraþon.
Næsta ferð var farin í febrúar og þá voru tekin 2 maraþon á 1 viku. Þegar skólinn var búinn í maí, var þriðja ferðin farin og þá voru tekin 4 maraþon á 3 vikum. Reykjavíkurmaraþon var síðan samviskusamlega farið hér heima í ágúst.
Fjórða maraþonferðin var farin til Usa í september og þetta sinn í miðríkin og á 5 vikum hljóp ég 7 maraþon.
Fimmta og síðasta ferðin var farin rétt fyrir jól og tekin 2 maraþon...
Samtals eru þetta 17 maraþon á einu ári... og ... hummm... eitt hálfmaraþon á Suðurnesjum.
Samtals... 738,5 km
Á þessu ári bætti ég 11 nýjum fylkjum í safnið og hef því afgreitt 31 af 50 fylkjum USA... og maraþonin orðin 98 talsins.
Næsta maraþon er 3. jan í Jackson, Mississippi http://www.msbluesmarathon.com/
og 100. maraþonið verður 11.jan 2009 í Disney í Florida http://www.DisneyWorldMarathon.com
Íþróttir | 29.12.2008 | 20:28 (breytt 29.12.2012 kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við vorum búnar að tala okkur saman um að ég myndi vera fyrir utan hjá Þóru Hrönn kl 5...
Ég var amk hálftíma of snemma í því... misreiknaði mig, þurfti að hlaupa við á pósthúsinu og sækja lítinn pakka, en í honum var ,,silfur nóta" sérstök verðlaun fyrir að hlaupa 2 músíkmaraþon á árinu.
Ég á tvær svona nótur fyrir.
Við fórum ,,nettan Norðurbæ" eins og Þóra Hrönn orðaði það. Það var svo æðislegt að hlaupa með vinkonu Hringurinn hjá mér mældist 12,3 km... og er síðasta hlaup ársins hjá mér.
Á morgun fljúgum við hjónin til Flórída og ég hleyp í Mississippi, Georgíu og Flórída. Þóra Hrönn fer til Alaska í ævintýralega sleðaferð tveim dögum áður en ég kem heim, þannig að við hlaupum ekki aftur saman fyrr en í lok febrúar.
Íþróttir | 29.12.2008 | 19:21 (breytt 4.1.2009 kl. 22:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fer ekki á milli mála, maður er þyngri á sér, eftir allt átið... Auðvitað er ég ekkert öðruvísi en hinir, át á mig gat. En þetta er svo gott
Ég er að skríða saman eftir ofnæmið sem byrjaði á aðfangadagskvöld. Rakti söguna á hinni síðunni minni, en ég hef verið svolítið þung vegna ofnæmislyfjanna. Var t.d. ekki vöknuð þegar Þóra Hrönn sendi mér sms í morgun og gat því ekki hlaupið með henni.
Ég hljóp ekki út úr dyrunum fyrr en um 4 leytið. Hljóp þá sama hring og síðast þ.e. Garðabæ - hinn styttri, sem mælist 16 km þegar ég hleyp að heiman. Mér finnst ég vera blessuð í bak og fyrir að hafa ekki fundið neitt til í ökklum eða hendinni og var heldur ekki ,,þung" af lyfjunum.
Íþróttir | 27.12.2008 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óska ættingjum og vinum
nær og fjær,
gleðilegrar jólahátíðar
og
farsældar á komandi ári.
Guð blessi ykkur öll.
Íþróttir | 24.12.2008 | 14:42 (breytt 28.12.2008 kl. 23:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég skellti mér út í rokinu í morgun... dásamlegt. Ekki sá ég aðra sálu á hlaupum, en leiðin sem ég hljóp var Garðabæjarhringur ,,hinn styttri"
Við göngustíginn yfir hraunið til Garðabæjar var þak af strætisvagni, stórhættulegt stykki af stærri gerðinni ef það fengi vængi í rokinu. Hringdi í 112... og ég veit ekki hvort ég nenni að hringja í þetta númer aftur... maður fær samband við þennan og hinn en ekki þann sem maður biður um og veit að þekkir umhverfið sem maður er að tala um.
Veðrið versnaði og var á móti mér frá bryggjuhverfinu í Garðabæ og alla leið heim. Ég náði að fara 16 km í dag sem er bara ágætt, göturnar voru auðar og hálkulausar og gott að hlaupa í björtu.
Íþróttir | 24.12.2008 | 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú staðreynd að veðrið er verra hér á Völlunum en niðri í bæ... Það var nóg fyrir mig að heyra lætin gegnum gluggann... Mig langaði ekki út. Þegar ég fór svo á bílnum seinna um daginn, átti ég fullt í fangi með að fóta mig á klakanum... svo ég kæmist heil að bílnum.
Þakkaði Guði fyrir að hafa ekki þrjóskast við og ætlað að hlaupa hringinn í dag... það er sem sagt smá von um að maður læri eitthvað með aldrinum
Vonandi verður búið að rigna klakanum niður svo ég geti farið hring á morgun eða aðfangadagsmorgun
Íþróttir | 22.12.2008 | 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn fyrr en um hádegið og þá var hún búin að hlaupa og á leið í vinnu. Ég notaði morguninn til að baka smákökur... svo gott fyrir hina að vakna við kökuilminn
Ég valdi mér hlaupaskó ,,ecco" og græjaði mig... Í þessu færi virka laugavegshlífarnar snilldarlega vel. Það var ekki svo kalt, en færið var skelfing en hlífarnar vörnuðu snjónum að fara ofaní skóna
Ég hljóp samviskusamlega laugardagshringinn í næstu bæjarfélög þ.e. Garðabæ, Kópavog og Álftanes. Sumstaðar reyndi ég að hlaupa á götunni því gangstéttarnar voru notaðar til að geyma snjóinn sem hafði verið á götunum. Einu sinni fór ég á hausinn og í annað sinn munaði litlu...
Ekki hafði ég verið vitur með skóvalið... Ecco-skórnir voru hreinlega að drepa mig hálfa leiðina, bæði sleipir og harðir fyrir tábergið. Ef ég hefði verið með síma hefði ég sennilega freistast til að láta sækja mig.
Þrátt fyrir kulda, fótaverk og ófærð... naut ég þess að vera úti og fara þennan hring sem mældist 19,6 km...
Íþróttir | 20.12.2008 | 19:15 (breytt 27.12.2008 kl. 19:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn og Vala var veik... það var því ekki eftir neinu að bíða, ég hljóp út úr dyrunum kl.2 eh.
Hljóp Hrafnistuhringinn... 12,3 km. í skelfilegri færð, var með gormabrodda sem virkuðu eins og skautar á svellinu. Ekki var maginn til uppörvunar, galtómur uppí koki. Þetta var sem sagt engin skemmtiferð.
En ég lifði þetta af og mun sennilega ekkert læra af þessu... hleyp væntanlega næst á fimmtudag, hvað sem tautar og raular.
Íþróttir | 16.12.2008 | 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn og Soffía er á leið til Svíþjóðar... verður þar til 30.des. Ég ætlaði að láta mig hafa það og hlaupa ein, en maginn gerði uppreisn í morgun.
Ég hef verið á pensilíni síðan ég kom heim... var að drepast í kjálkanum hálfa ferðina úti síðast. Það stóð ekki að ég ætti að taka töflurnar með mat... og ég pældi ekkert í þessu og tók þær jafnvel á fastandi maga
Nú fæ ég að finna fyrir þeirri vitleysu. Vona að ég geti hlaupið á morgun eða hinn
Íþróttir | 15.12.2008 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég set stefnuna á morgundaginn, hef gjörsamlega verið á öfugu róli. Hringi í Þóru Hrönn og Soffíu í kvöld og tek púlsinn á þeim.
Tók púlsinn á mér þegar ég vaknaði, var 39 í gær... kominn í 53 í dag. Blóðþrýstingurinn hækkaði við þetta langa ferðalag heim, en ég er að jafna mig og á morgun verður farinn hringur um Hafnarfjörð og kanski farið í önnur bæjarfélög
Íþróttir | 14.12.2008 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)