Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Svaf varla....

hlaupastelpaÓtrúlegt ... ég svaf varla fyrir þessum lægsta punkti sem ég setti inn í Reykjavíkurmaraþoni... fór inn á grafið aftur og reyndi að hitta nákæmlega á lægsta punkt.... sem sagði að á 31,2 km væri hæðin -46 metrar.... og ég held að þetta geti bara ekki staðist, en ég er auðvitað enginn sérfræðingur.  Errm 

Spurning hvort maður ætti að gera sér leið þangað til að mæla hæðina aftur.... að vísu sýnir grafið að maður hlaupi í sjónum, en það ætti ekki að skipta máli.

Því miður komst ég ekki að hlaupa í dag, var eitthvað stíf í annarri hásininni eftir Setbergshringinn og er því ekkert að æsa mig í dag, það hlýtur eitthvað að gefa eftir... þegar maður æfingalaus fer maraþon 3 helgar í röð og byrjar á 20 km æfingu. 

En það er ekki málið ef maður hefur bara hlustunarpípuna á skrokknum og tekur mark á þeim óhljóðum... hvers konar kvarti og kveini sem maður heyrir.


7 glæsilegar

hlaupaskiltiÞað mættu þrjár nýjar konur í dag Smile... ég ræsti minniskubbinn, en hann er svolitla stund að hitna... svo ég man ekki hvað þær heita.  Svo komu Rannveig, Ingileif og Þóra Hrönn þannig að við vorum sjö.  Við fengum frábært veður...... svo blessaðar.  Fórum Setbergshringinn sem er 6 km. ég náði mér í aukakm. með því að hlaupa niður að Lækjarskóla.

ATH. engin þeirra ætlar að hlaupa á morgun (þriðjudag)

Þegar ég kom heim þurfti ég að hlaða úrið og þá kíkti ég á síðustu maraþon um leið.  Var svona að bera þau saman.  Úrið mælir víst hæð yfir sjávarmáli... sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr.

Í Reykjavík...var byrjunarhæð 4 metrar.... fór hæst í 15 metra og lægst í -50 metra.

Í Wyoming var byrjunarhæð 2146 metrar.... fór hæst í 2618 metra og lægst í 1854 metra.

Í New Mexico var byrjunarhæð  1744 metrar... fór hæst í 1843 metra og lægst í 1466 metra.

Þetta segir ekki alla söguna en gefur nokkra hugmynd um þær hremmingar sem ég hreppti í þessum hlaupum...   Að hugsa sér að maður skuli þar að auki borga stórfé fyrir.   

Hvað sem því líður er Bíðari nr.1 farinn að pæla í komandi ferðum.  Spurning hvort tillögur hans verði ekki rækilega ritskoðaðar héðan í frá.   Woundering


Alltaf svo blessaðar

kisa með rósÉg sendi sms á hópinn í gærkvöldi.

Þórdís var sú eina sem svaraði að hún ætlaði að hlaupa.... og það hentaði henni að fara kl. 9.  Við hlupum þess vegna heiman frá henni.... hringurinn varð alveg nýr við þetta, bæði var hann hlaupinn öfugt og byrjað ,,inn í honum miðjum"

Við fengum frábært veður, við erum alltaf svo blessaðar með veður.  Við hlupum nákvæmlega 20 km. eins og planið sagði..... frábært

Hundarnir hennar Þórdísar fögnuðu okkur, þeir voru ekki með rós..... það er spurning hvort hún ætti að skipta yfir í kétti ??? 


10. vikan í planinu

Fyrirgefið kæru Byltur, ég svaf yfir mig í dag.... mætti ekki í hlaupið í morgun... ég er á kolvitlausum tíma.  En nú er ekkert sem heitir... næsta vika bíður, byrjum á morgun af fullum krafti.

komin í marksunnudagur   9.sept........ 20 km

mánudagur ..................... 10 km

þriðjudagur .....................   8 km

miðvikudagur .................. 14 km

fimmtudagur ................... 10 km

laugardagur ...................    6 km

Ekkert að gefa eftir...... Hverjar mæta á morgun kl 10 ? ég lofa að mæta.... MUNIÐ AÐ MÆTA MEÐ DRYKK....... Hverjar eru bestar ?  SVAR: Byltur


Komin heim

hlaupastelpa

 

Við komum eldsnemma.  Það var strax rokið í að taka upp úr töskum og ganga frá.  Var síðan mætt í skólann fyrir hádegi..... var allan daginn að gæla við að hlaupa með ykkur brekkurnar kl 18, en af því að ég kom ósofin úr fluginu.... þá nennti ég ekki,    Kissing... þið verðið að fyrirgefa ...

Hmmm.... En á laugardaginn verður ekki til afsökun, hvað sem ég þarf að lesa mikið fyrir skólann .... MÍNAR KÆRU BYLTUR, þá skal hlaupið eftir prógramminu um helgina. 

Hverjar ætla að mæta kl 10 ?


Ameríka

USA-kort

Í þessari ferð náði ég 2 nýjum fylkjum, Wyoming og New Mexico.  þá er ég búin með 20, 30 eftir.  Bíðarinn keypti þetta kort og límdi einn punkt inn fyrir hvert hlaup/hverja bið í Usa. 

Nú er Bíðari nr.1 orðinn löggildur elli-smellur..... kominn á elli-.... fyrirgefið humm...... biðlaun.


Ný vika

Bryndís bloggariJæja Byltur, þá er enn ein vikan að byrja og fríið styttist hjá mér.  Hlaupaplanið segir :

sunnudagur  3.sept...... 18 km

mánudagur................... 10 km

þriðjudagur...................   8 km

miðvikudagur ...............  12 km

fimmtudagur ................   8 km

laugardagur ................   6 km                    GANGI YKKUR VEL 

Það er rosalega auðvelt og þægilegt að sitja bara í útlöndum í sól og blíðu og gefa skipanir.  klukkan er 11 að kvöldi til og það er 30 stiga hiti....... En stelpur, fríið styttist óðum hjá mér.  Við eigum flug heim Denver-Minneapolis-Keflavík næsta miðvikudag 5.sept.


New Mexico Maraþon, 2.sept.2007

New Mexico MaraþonÉg þurfti að vakna snemma fyrir síðasta hlaup, en nú þurfti ég að vakna klst. fyrr.  Ég hefði mátt sofa betur..... en ég er svo sem vön að vakna þreytt, hef bara einu sinni á ævinni vaknað óþreytt.  Ég hef það fyrir vana að hafa klst. til að undirbúa mig fyrir hlaupið og svo þarf að reikna tíma til að komast á staðinn.  Vaknaði kl 3.  Bíðarinn kom mér í rútuna stundvíslega kl. 4:15.......

Þetta er hlaup frá A til B, eins og svo oft hér og við vorum keyrð upp í einhverjar hæðir fyrir ofan bæinn.  Hlaupið var ræst kl. 5:30 og fyrsta klst. var myrkur.  Fyrstu 8 mílurnar vorum við í þessum ,,rolling hills".  

New Mexico MaraþonÓþægilegt að hlaupa í svarta myrkri..... göturnar eru svo ójafnar.  Eftir það kom 6 mílna löng brekka niður í borgina og hálft maraþon var að mestu leiti eftir endalausum og hundleiðinlegum göngustíg..... síðustu 2-3 mílurnar voru eftir vegi. 

Þetta var erfitt hlaup, ég fór of hratt af stað í myrkrinu, mér finnst alltaf erfitt að hlaupa niður brattar brekkur, svo hitnaði þegar steikjandi sólin kom, loftið þunnt og rosalegur raki, hélt ég en einn commentaði að loftið væri mjög þurrt.  Allavega....það var eins og að anda að sér vegg.  Þegar ég var komin á göngustíginn (þar var molla) var ég nær hætt að reyna að hlaupa.... ég stóð alltaf á öndinni ef ég reyndi það..... ég viss um að ég gekk um helminginn af leiðinni. 

New Mexico MaraþonÁ 20. mílu var konan fyrir framan mig leidd í sjúkrabíl, og konan sem kom í mark á eftir mér.... sagði við manninn sinn (bíðarann sinn) að hún hefði tvisvar fengið súrefni á leiðinni.  Ég hefði verið í ofþornun á leiðinni ef ókunnugt fólk hefði ekki bjargað mér.    Það voru drykkjarstöðvar á annarri hverri mílu og þar var boðið upp á hlandvolgt Gatorate og vatn.... sem varð alltaf ólystugra með hverri mílu.... ég þrælaði því niður, maður verður að hafa orku. 

Mig langaði svo í ískalt kók að ég spurði par sem var að hvetja rétt hjá drykkjarstöð, hvort það ætti kók....... nei það átti það ekki, en rétt áður en ég sveigði niður á göngustíginn keyrðu þau upp að mér og réttu mér 1 líter af ísköldu kóki og ég drakk Takk Jesúsþennan líter á næstu 3 mílum.  Bjargaði mér alveg.

Ég hafði makað sólarvörn 50 á sólbrunann frá síðasta hlaupi.  Það dugði svo að ég sólbrann ekki meira..... en ég fékk stóran vatnsblöðru poka á versta brunastaðinn, nokkra minni annars staðar.

Hvað maður leggur á sig..... ég verð að fara að æfa almennilega ef ég ætla að lifa öll fylkin af.  Það góða var að hlaupið byrjaði svo snemma að ég náði að fara í sturtu, þó ég væri 6 tíma.  En oft verðum við að tékka okkur út um miðja nótt, ef við ætlum að keyra áfram sama dag.

Við keyrðum til Colorado Springs um eftir miðdaginn.... um 5 tíma keyrsla.   


Gögnin sótt í New Mexico

þjóðvegur 66

gögnin í New MexicoVið höfum keyrt svolítið á 40.... en hinn gamli og frægi þjóðvegur 66, sem liggur þvert yfir öll Bandaríkin, liggur mikið til undir 40 núna.  Þetta heljar-stóra skilti virkaði eins og hlið yfir veginum og á að halda minningunni um hann á lofti. 

Gögnin voru afhent á Hótel Abuquerque, það er eitthvað um 2 mílur héðan.  Þetta var lítið expo og ég held að þetta sé frekar lítið hlaup.  Rásnúmerið er 707......

Hér er slóðin....  http://www.newmexicomarathon.org/  ég fann út að það voru rúmlega 200 manns í heilu maraþoni í fyrra. 

Ég mun taka það rólega í dag, enda þarf ég að mæta í rútuna kl 4:30 í nótt, því hlaupinu er startað kl. 5:30

Mynd frá expo... birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband