Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ekki ein báran stök

Sælar Byltur

Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ykkur til að halda heiðrinum á lofti, nema það vilji svo til að allar Byltur liggi afvelta..... í jólahlaðborðum og kræsingum.

Ég er óðum að jafna mig eftir þursabitið.  Svo ég ætti þá að komast fljótlega aftur á skrið. 
Því er ekki að leyna að það hefur einhvernveginn allt verið að flækjast fyrir fótunum mínum (sönn Bylta) þó það sé ekki í bókstaflegri merkingu. 

Nú eru síðustu kennsludagarnir að renna upp og lestur og ritgerðarskrif liggja þungt á mér.  Og einmitt þegar ég þarf sem mesta einbeitingu, næði og tíma, þá virðist það vera það eina sem ég hef ekki. 

Þessa dagana eru allar dæturnar þrjár í verslunarferð í Minneapolis og ég fóstra eitt barn og tvo hunda og einn kött.  Það er fjör á þessum bæ.

Ég hef ekki haft tíma til að kíkja á málverkasýninguna mína,
síðan ég hengdi þær upp en það er
búið að framlengja sýningunni til 14.des.


Þursabit

Sælar

Ég ætlaði nú að taka þetta með trompi, halda mér við í tækjum svo ég gæti haldið í við ykkur seinna.  ég mætti samviskusamlega í íþróttahús Háskólans síðasta þriðjudag. 
það er svo þægilegt að sinna ræktinni í eyðum, milli tíma.  Frábært, en í sturtunni fékk ég þursabit, ætlaði varla að komast út, en það reddaðist. 

Það er kanski ekki í frásögur færandi, eitt þursabit.  En þegar ég mætti í tímann á eftir, sat ég við hliðina á ungri stelpu, sem var með máttlausa vinstri hendi, ég var ekkert að hugsa um það sérstaklega, fyrr en hún segir að hún hljóti að hafa klemmt taug í öxlinni, hún var í sturtu og ætlaði eitthvað að teygja sig og þá gerðist það, hendin varð máttlaus.

Niðurstaðan er..... líkamsrækt er góð en það hlýtur að vera stórhættulegt að fara í sturtu.


Hlaupaplanið

Sælar Byltur,

Okkur til hagræðingar hef ég sett hlaupaplanið okkar í boxið hérna vinstra megin, þá þarf ekki að fletta upp og niður síðuna til að leita að því. 
Ólíkt þægilegra er einhverjir nýjir vilja bætast í hópinn að sjá strax hvaðan við hlaupum og hvenær. Wink

 


Besti kosturinn

hlaupabrettiSælar,
Ég er búin að máta mig við Hress, þreksalinn í HÍ og þreksalinn í Sundlaug Garðabæjar. 

Ég er ekki hrifin af þessum mánaðarkortum, því ég vil helst vera úti að hlaupa, en ef eitthvað sérstakt kemur upp er ágætt að geta farið inn.

Allir staðirnir eru frábærir, en af því að ég ætla að mæta svo gloppótt, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þreksalirnir í HÍ og Sundlaug Garðabæjar eru bestu kostirnir. 
10 tíma kort hjá HÍ kostar 1500 kr. og 10 tíma kort hjá Sundlaug Garðabæjar kostar 1700 eða 170 kr. skiptið.  Þar er maður að borga í laugina og fær frítt í þreksalinn. 

Ég sem keyri framhjá Sundlauginni á hverjum degi, er nú búin að kaupa mér kort og ætla að koma við næsta mánudag. 
þangað til ég fer út að hlaupa mun ég mæta aðra hverju viku til Soffíu og hina í Sundlaug Garðabæjar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband