Hlaupa-annáll 2009

verðlaunapeningar 2009Þetta ár var annasamt hjá mér... 20 maraþon hlaupin á árinu LoL 
Hér er mynd af verðlauna-peningum ársins.
5 maraþon voru hlaupin hér heima, Mývatn, Akureyri, Reykjavík, FM-haustmaran og maraþon 100 km félagsins. 

15 maraþon féllu í USA... þar af voru 13 þeirra í nýjum fylkjum og komst tala fallinna fylkja í 44 talsins. Ég hljóp 2 í Florida í jan. en hafði hlaupið þar áður, svo þar bættist ekkert við. Fylkin sem bættust við eru, MS, GA, VA, NJ, OK, CO, WV, AK, PA, MI, NH, ME og NC Cool

Farnar voru 7 ferðir á árinu til Usa og hlaupin 1-4 maraþon í ferð. Í svona ferðum er það ekki bara flugþreyta og tímamunur sem leggst á mann heldur einnig mikil keyrsla... fyrir utan aukinn kostnað eftir kreppuna... Sideways... W00t... Pinch 
Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið í 4 ferðum en 3-svar fór ég ein.
Bíðari nr 2 hefur staðið sig ágætlega en hann á fullt í fangi með að fylgjast með og uppfæra maraþonskrána mína.

Hlaupnir kílómetrar á árinu teljast 2.065 sem er nú ekki mikið... enda engar æfingar á milli, þegar maraþonin eru vikulega eða jafnvel 2 maraþon á einni helgi... og enn eru bara 52 vikur í árinu.

Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna þeim saman og albúm með fylkjunum sem eru fallin. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.

 

Gleðilegt nýtt hlaupa-ár


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband