Síðasta hlaup þessa árs

Það var nístingskuldi... það bjargaði að það var logn og veðrið var fallegt. Ég hitti Soffíu heima hjá henni og við hlupum Norðurbæjarhringinn. Færðin var slæm á köflum þó sumsstaðar væri búið að skafa gangstéttir.

Ég fór hvorki í ÍR eða Hauka-hlaupið. Ég hef einu sinni tekið þátt í hlaupi í nokkurra stiga frosti og ,,frysti" í mér lungun við það... gat ekki andað djúpt í nokkrar vikur.
Það var 7°c frost þegar ég fór út og fór mína 12,2 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband