Ófærð og snjókoma

Jólasnjórinn féll dúnmjúkt niður... þykkt lag yfir öllu... en út var farið. Ég var svo þreytt fyrstu km... en snjórinn var vaðinn samviskusamlega Hrafnistuhringinn kæra, 12,5 km. Laugavegshlífarnar svínvirkuðu í snjónum svo ekkert fór ofaní skóna. Það voru margir úti að ganga, renna á þotu eða gefa öndunum, en enginn annar á hlaupum.

Það var nokkuð kalt, ég þurfti að minna mig á það allan hringinn að slappa af, láta axlirnar síga og vanda mig að fara ekki útaf göngustígum og vegarköntum, á nokkrum stöðum munaði um að það var búið að skafa, þó stanslaust bættist við snjóinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband