Jóla-hlaup

Venjulega hleyp ég á Jóladagsmorgninum með Völu... en í gær treysti ég ekki öklanum/ristinni eftir byltuna í aðfangadagshlaupinu... öklinn/ristin stífnaði aðeins á aðfangadagskvöld en var svo í lagi.

Ég hljóp því út úr dyrunum í morgun, veðrið var frábært þó það væri aðeins kalt. Ég var svo heppin að rekast á aðra hlaupakonu við gamla íshúsið. Ég hljóp hringinn hennar með henni. Þetta er ágætis hringur með 2 góðum brekkum, Hringbrautinni og Holtinu... 6 km hringur.
Ég hélt síðan áfram, hljóp inn í Áslandshringinn og féll þar 2 langar brekkur í Setberginu og svo upp að hringtorginu... lét mér það nægja og hljóp þaðan heim. Sem betur fer var fóturinn til friðs svo ég byltan hefur engin eftirköst.
Hringurinn endaði í 13,5 km...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband