Dagurinn var tekinn snemma, ég ætlaði að hlaupa með Þóru Hrönn og hún ætlaði að hitta Haukahópinn við Vesturbæjarlaugina kl 10... það þýddi að ég fór út úr dyrunum kl 9:10
Tók aukahring því ég var aðeins of snemma í því... Við hlaupum út í laug, hittum hópinn og svo hlupum við eiginlega einar út á Garðaholt... þar sem ég flaug beint á hausinn. Sem betur fer datt ekkert vit úr mér, vinstri ökli var aumur og hægri hendi er enn aum... en ég hleyp ekki á henni.
Fall er faraheill... segir sá sem sennilega dettur aldrei... öklinn varð góður - Guði sé lof.
Við Þóra Hrönn lengdum síðan hringinn með því að hlaupa niður í Engidal og á Hjallabraut fórum við inn í öfugan Norðurbæjarhring og enduðum heima hjá Þóru Hrönn.
Þaðan eru um 3 km heim og ég lengdi aðeins til að ná 15 km.
Gleðileg jól
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.