Haustmaraþon FM 24.okt. 2009

Ég fór alltof seint að sofa, um miðnætti... og svo var þetta ein af þeim nóttum sem ég svaf vakandi með lokuð augu !!!
FM-martröðin 24.10.2009Pétur Helga hafði hringt í gærkvöldi og boðið mér að fara fyrr af stað og ég þáði það, vaknaði kl 5 og mætti rúmlega 7. Það var enginn kominn og svartamyrkur.
Ég átti erfitt með að sjá misfellur á gangstígnum og var nærri dottin, var óviss á leiðinni, fór villur í Nauthólsvíkinni, þar var allt breytt og snéri síðan of snemma við því í bakaleiðinni var kominn vörður sem leiðrétti villuna og stytti leiðina til baka. 

En allt þetta lagaðist þegar birti, fleiri hlauparar komu í brautina, vegvísar og drykkjarstöðvar. Leiðin var farin 2svar fram og til baka. Þegar ég átti 1 km eftir sá ég að það vantaði á vegalengdina, svo ég snéri við og hljóp smá kafla aftur, en það dugði ekki og ég bætti aftur við 200 metrum í Elliðaárdalnum, beygði til hægri þegar ég kom út úr undirgöngunum... þá passaði þetta.

Þetta maraþon er nr 117 og ég var 5:14:00 að skokka þetta W00t... 
Ég verð að hafa tíma til að æfa ef ég ætla bæta tímann Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju Bryndís mín með þetta hlaup , númer 117 frábært , ég hljóp sjálf  áslandið á fimmtudaginn  ,

                                           kveðja  Soffía .

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 17:02

2 identicon

Hæ Bryndís, Til hamingju með hlaupið. Það hefur verið fínt þegar fór að birta. Var sjálf að koma frá USA þó ekki hafi ég hlaupið þar. Sjáumst vonandi á hlaupum.

Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt útslitum hlaupsins var tíminn 5:13:35 og ég einu ári yngri... ekki slæmt
24   121     Bryndís Svavarsdóttir, Frjáls og óháð, 1957   05:13:35

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 25.10.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband