Gögnin sótt í Reykjavík

Ég var í skólanum fram yfir hádegi. Eftir hádegið sótti ég númerið mitt, því auðvitað ætla ég að hlaupa í Haustmaraþoninu á morgun. Númerið var afhent í Afreksvörum í Glæsibæ... og það var enginn annar en Gísli Ironman Ásgeirsson sem afhenti það. Ég er nr 121.

Mér fannst í allan dag ég vera að fá einhvern skít í hálsinn og þyngsli frá hálsi og niður á brjóst, vona að ég sé ekki að veikjast... Nú er bara að leggjast á bæn, biðja um góða heilsu og gott veður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband