Peak Performance Maine Marathon 4.okt 2009

Peak Performance Maine Marathon & Maine Half Marathon, Portland, ME USA. 4.okt 2009
Gögnin sótt í Maine, okt 2009http://www.mainemarathon.com

Klukkan var stillt á 4:40... og ég hafði farið snemma að sofa um 9, en kl 10:30 hrökk ég upp, brunakerfið á mótelinu fór af stað... og ég svaf ekki vel eftir það - dottaði bara öðru hverju.
Hvað um það... Maine skyldi falla í dag.

Maine Marathon 4.okt 2009Við vorum heppin með bílastæði
og Lúlli gat tekið myndir á startinu.
Síðan fór hann aftur á mótelið en ég fór í þrælaríið...
Hlaupið var ræst kl 7:45.  Hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup - ÓTRÚLEGT EN SATT.

Þetta er hæðarkortið... http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1173091004 

Peak Performance Maine 4.okt 2009Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt allt hlaupið... en ég skyldi klára það. Ég endaði með að ganga mikið í seinni helmingnum... var að drepast úr vöðvabólgu (skóla-tölvu-bólgu) í öxlunum og niður í bak.
Svo var ég með blöðru á hælnum síðan í gær og eitthvað bættist við í dag. Ég hef sjaldan verið eins fegin að komast í mark og þar beið Bíðari nr 1 með myndavélina. Þá var bara sturta, matur og hvíld á dagskrá... og Walmart, Best Buy og eitthvað fleira.

Tíminn á mína klukku var 5:59:58 og maraþonið mældist 42.2 km
Þetta maraþon er nr. 116 og Maine 43. fylkið... 7 eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Flögutíminn var 5:59:52 samkvæmt úrslitum hlaupsins.

884   535 Bryndis Svavarsdottir        52      F     24/24  HAFNARFIRDI ICELAN       6:00:54   13:46 5:59:52

Bryndís Svavarsdóttir, 5.10.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband