New Hampshire Marathon 3.okt. 2009

New Hampshire Marathon & 10K, 5K Race Walk, Health Walk, Bristol, NH USA 3.okt 2009
http://www.nhmarathon.com

New Hampshire Marathon 3. okt 2009Við keyrðum frá Tilton til Bristol í gær, en komum of snemma fyrir expo-ið. Þeir leyfa líka afhendingu gagna fyrir hlaup svo við keyrðum bara til baka. Það á að starta kl 9

Klukkan var stillt á 5:30, við þurftum að tékka okkur út um morguninn og vorum lögð af stað kl. 7:30

Við vorum búin að tékka á öllum staðsetningum, svo það var ekkert mál að finna staðinn. Það var ausandi rigning og þurrkurnar á mesta og höfðu varla undan. Við vorum með plast-regnkápur.

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Hlaupið var ræst á réttum tíma og rigningin lét ekkert undan. Ekki get ég sagt að leiðin hafi verið skemmtileg, við hlupum meðfram umferðinni... haustlitirnir voru rosalega flottir... fyrstu kílómetrana - svo hætti maður að taka eftir þeim. Leiðin var ekkert nema brekkur og það sem þeir kalla rolling hills... og svo var þessi ausandi rigning.

Þetta er hæðarkortið http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1171091003 

New Hampshire Marathon 3.okt 2009Mér tókst að klára þetta maraþon rétt undir 5 og hálfum tíma og þá keyrðum við beint til Portland Maine og sóttum gögnin fyrir næsta maraþon.

Tíminn á mína klukku var 5:29:37 og mældist 42,69 km.
Maraþonið er nr. 115 og fylkið nr 42..... 8 eftir

Ég verð að setja inn myndir þegar ég kem heim, því nýja vírusvörnin hafnar myndavélinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Skráður tími á mig er 5:29:53 samkvæmt heimasíðu hlaupsins, og er það byssutími því það var ekki notuð flaga til tímatöku.

Bryndis Svavarsdottir (F52)5:29:5324278 / 12F50-59Iceland

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 6.10.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband