;)... eins og annar í jólum... það var ákveðið að hjóla upp í Kaldársel og ganga síðan á Helgafell. Við fórum af stað hálf 10... Ferðin upp eftir gekk vel, við hjóluðum Hvaleyrarvatnsleiðina... við Kaldárselið hættum við við að ganga á Helgafell og skoðuðum hella í staðinn.
Við gengum um Kaldárselssvæðið, borðuðum nestið og tókum myndir. Síðan var hjólað heim á leið... aðra leið en við komum, við klöppuðum hestum og fl.
Afi var búinn að baka muffinsbollur þegar við komum heim... en Tinna hafði verið svo dugleg að við hjóluðum út í sjoppu og keyptum fótboltamyndir - áður en við fórum inn og fengum okkur bollu. Við vorum búnar að hjóla og ganga 23,6 km samkvæmt garmin-úrinu.
Á meðan við kjömsuðum á bollunum spurði ég Tinnu hvort við ættum að fara aðeins út að hjóla á eftir ??? Já, hún vildi það og aftur var lagt af stað... nú var hjólað um hverfið og út á róló... við fórum loks inn þegar það byrjaði að rigna kl 4:45
Það er synd að segja að maður hreyfi sig ekki þessa dagana :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | 28.7.2009 | 20:07 (breytt 29.7.2009 kl. 14:51) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.