Útivistardagur með Tinnu Sól

Ég er með barnabarn... Tinnu Sól. Hún kom með hjólið sitt svo hún gæti þjálfað mig á hlaupunum. Við fórum út í morgun... hún hjólaði og ég hljóp. Við fórum kringum Ástjörnina og Vallarhverfið... göngustígarnir voru ágætir en ómalbikað og frekar gróft á köflum... með ,, rannsóknar"-krókum tókst mér að merja út 10 km.

Síðan tók ég fram hjólið og við Tinna hjóluðum í viðbót 4,7 km saman um hverfið. 

Ekki var það nóg fyrir Tinnu, svo að eftir Bónusferð hjóluðum við aðra 5 km og hún prófaði öll leiktæki í hverfinu... Við fórum út kl 9:30 í morgun og vorum meira og minna úti til 4:15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég þekki þetta. nóg er sjaldnast nóg . svo nú ligg ég í makindum mínum og hvíli lúin bein ;)

Helga Lúthers (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband