Góður dagur með Þóru Hrönn

Hitti Þóru Hrönn og Haukahópinn kl 10... Við hlupum upp Áslandið, ofan við Setbergið út á Flóttamannaveg og svo niður göngustíginn inn í Garðabæ, þar vorum við Þóra Hrönn komnar inn í okkar gamla far, við tókum göngustíginn til baka framhjá Sorpu, undirgöngin hjá Kaplakrika, Flatahraun og Reykjavíkurveginn niður í bæ. Okkur finnst báðum mjög gaman að hlaupa meðfram sjónum. Við skildum við enda göngustígsins. Ég hljóp upp í Haukahús og tók svo lengingu heim til Bjargar að sækja Moggann... fékk 16 km út úr þessu.
Veðrið var frábært, sól, aðeins gola... Það var frábært að hafa hlaupafélaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband