Ég hafði skráð mig í maraþonið vegna þess að ég var búin að lesa að ég gæti hætt við fram á síðustu stundu... og ég ætlaði ekki norður - punktur... Bíðari nr 1 var ákveðinn að fara.
Á fimmtudag var kominn tími til að hætta við því ég ekki enn búin að fá gistingu... en ég á svo góða vinkonu hana Björgu sem reddaði okkur raðhúsi skyldmenna Palla... Það var því rennt norður á föstudag... gögnin sótt, borðað pasta og blíðunnar á Akureyri notið fram í fingurgóma. Fólkinu sem treysti okkur fyrir húsinu sínu er ástsamlega þakkað fyrir lánið á því.
Ég var í fyrri ráshópnum en við vorum 4 sem vorum ræst kl 8. Hringurinn um bæinn var ágætur en frá ca 12 km var lagt af stað út úr bænum og snúið við á 25 km punktinum. Sá kafli (26km) var mér erfiður, en það er bara ég, mitt vandamál æsist upp í vegarhalla... þá þarf ég að ganga á milli til að endurnýja hlaupalagið.
Öll umgjörð og þjónusta í kringum hlaupið var til fyrirmyndar þó ég segi alltaf að það sé allt of langt að hafa 5km á milli drykkjarstöðva.
Þá verð ég að segja að verðlaunaafhendingin var glæsileg með góðum veitingum.
Því má bæta við... að í síðustu Reykjavíkurmaraþonum hef ég oft sníkt kók af starfsfólkinu á drykkjarstöðvunum... hér á Akureyri var boðið upp á kók á hverri drykkjarstöð og sagði starfsfólkið að kókið hefði slegið í gegn :)
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 12.7.2009 | 14:09 (breytt kl. 22:34) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt útslitum hlaupsins var flögutíminn 5:15:33
05:15:33.40 Bryndís Svavarsdóttir 221 Hfj.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 15.7.2009 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.