Hljóp með Soffíu

Við Soffía mæltum okkur mót heima hjá henni í hádeginu.  Eins og venjulega hljóp ég heim til hennar, sem er um 3,5 km og svo hlupum við okkar hefðbundna Norðurbæjarhring sem mælist uþb 5 km. Svo hljóp ég heim aftur... nákvæmlega mælt 12,2 km.

Það er orðið svolítið langt síðan við höfum hlaupið saman, því áður en ég tók síðustu maraþonsyrpu, var hún í átakinu ,,hjólað í vinnuna" og að æfa fyrir Hvannadalshnjúkgöngu... Við höfðum nóg að spjalla og ætlum að hlaupa aftur saman í hádeginu á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband