Fór loksins út að hlaupa í dag...

Loksins... það var vika frá síðasta maraþoni á laugardaginn... en við fórum austur í sumarbústað á föstudag, komum heim aftur seint á laugardag... svo var ég að prédika á sunnudaginn... það varð því ekkert úr hlaupi fyrr en í dag.

Það var miklu heitara en ég hélt, um 16°c... held ég hafi aldrei svitnað eins á Íslandi... samt var skýjað. Ég hljóp ein um 3-leytið... ætlaði að vera komin til baka áður en litlinn prinsinn kíkti í heimsókn... en ég missti af honum.

Hrafnistuhringurinn var farinn samviskusamlega 12,5 km.

Þóra Hrönn benti mér á að láta það koma fram að hlaupahópurinn væri óvirkur um þessar mundir og tilkynnist það hér með. Við tvær og Soffía erum amk enn hlaupandi... en það hentar okkur ,,hentisemi varðandi daga og tíma" en þetta verður tekið til endurskoðunar í haust þegar skólar og vinna setja manni fastari skorður... en þangað til... :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband