Það er lifandi ,,skelfing" að vera allt í einu garmlaus... við byrjuðum daginn í Best Buy, kl 10. Sá fyrsti sem ég talaði við taldi garminn vera gallaðan en hann gæti samt ekkert hjálpað okkur... sá næsti vissi að það þyrfti að kaupa Alaska sér... við áttum ekki orð - fáránlegt að kaupa tæki með USA... NB...mínus eitt fylki og vera ekki sagt frá því.
það fór svo mikill tími til ónýtis í dag við að leita... af því að við vorum ekki viðbúin því að þurfa að nota kort... það fór hálfur eða nær allur dagurinn í að finna Sheraton hótelið með gögnin, rútustaðinn til að komast á startið og svo markið.
HVERS VEGNA tók það svona langan tíma... upplýsingarnar sem fylgdu í maraþonblaðinu í expopokanum, voru þær lélegustu sem ég hef nokkurn tíma fengið. Það bjargaði mér að ég var með heimilisföng af netsíðunni.
Expoið var lítið... en eitthvað var til af söludóti, ég keypti mér hlaupasokka. Það tók innan við hálftíma að fara í gegnum expoið. Restin af deginum fór í að finna hvar hlaupið á að byrja - en það var of langt í burtu - hvaðan rútan fer á startið... og hvar maraþonið endar...
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 20.6.2009 | 02:06 (breytt kl. 02:18) | Facebook
Athugasemdir
Hæ Bryndís, Gefðu Alaskabúum sjéns þeir eru svo æðislegir. Að vísu virkar ekki venjulegur GSM þar (þarft að fá þér símakort) en þeir eru svo sér í USA. Ekki endilega að þeirra ósk. Gangi þér vel á morgun. Kveðja, Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 09:18
Takk Þóra Hrönn, auðvitað er ekki þeim að kenna að Alaska er ekki á garminum... við notuðum bara venjulegt vegakort í staðinn... og við þurfum ekki síma... notum tölvuna.
Kveðja
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 21.6.2009 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.