Hatfield-McCoy Marathon & Half Marathon, Williamson, WV USA 13. júní 2009
http://www.hatfieldmccoymarathon.comKlukkan hringdi kl. 3:30... og ég fékk nægan tíma til að næra mig og græja til... Veðurspáin var ágæt, en það hefur rignt hér eins og hellt úr fötu öðru hverju. Ég ákvað að vera í síðum og taka með mér langermabol... sem ég hljóp síðan ekki í.
Startið var í Food City í Goody... sem garmurinn vildi auðvitað ekki viðurkenna... en við komumst á réttan stað á réttum tíma. Þarna var flagan afhent og þarna voru sjálfir Hatfield og McCoy mættir með rifflana sína. Hlaupið var einmitt ræst með riffilskoti kl 7.
Alla leiðina hljóp ég ýmist í Vestur Virginíu eða Kentucky... en hlaupið byrjaði í Kentucky og endaði í V-Virginíu.
Í upphafi hlaups var hitinn 70°F en í lokin var steikjandi sól og um 30°C hiti... Sólin er búin að stimla bolinn á mig. Það rigndi ekkert en loftrakinn var frá 60-70%... ég var alveg að kafna í mollunni á milli trjánna. Hluti af leiðinni var ,,trail" þ.e. drullusvað sem varð að feta sig yfir og þar var ég bitin af óvinaflugum. Leiðin var EKKERT NEMA BREKKUR... og ein þeirra svarinn óvinur minn.
Tekið úr leiðarlýsingu...There is one hill between miles 6 & 7 while the rest of the course is flat to rolling and runs on the roads that follow the creeks and rivers. It's a challenging, historic 26.2 mile run for the marathon runner as well as for the half marathon runner with the toughest being the first 13 miles. Leiðin var mjög falleg. http://www.marathonguide.com/coursemaps/elevationchart.cfm?MIDD=1486090613
Ég tók aðvaranir alvarlega, drakk mikið á leiðinni og hlustaði á líkamann... og það kom niður á tímanum... en garmurinn minn mældi hlaupið 41,7 km sem er kannski ekki alvega að marka, þar sem úrið datt út á milli fjallanna... og tíminn mældist 5:59:58...
Bíðari nr. 1 var að sjálfsögðu í viðbragðsstöðu
,,Vinirnir" með rifflana tóku á móti hlaupurunum og var mikið um að vera í markinu og umhverfis það enda stórhátíð í bænum... Hatfield & McCoy reunion festival... nóg að borða og drekka.
Smá tips... Time limits: All day... best to finish before dark so you won´t get shot... or lost and never be found...
Maraþonið er nr. 109
West Virginia er 38. fylkið mitt... 12 eftir
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON, Stjórnmál og samfélag | 13.6.2009 | 21:19 (breytt kl. 22:06) | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Bryndís, nú er bara að telja niður.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 08:54
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:59:56
Þegar ég kom í markið hrópaði Bíðari nr 1 á móti mér: ,,Það munar öllu að vera undir SEX"... það þarf varla að taka fram að við fengum alla þá athygli sem hægt er að hugsa sér.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.6.2009 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.