Við höfum keyrt í 2 daga frá New York til að ná hingað. Maraþonið er á morgun og gögnin voru afhent frá 3-9 í dag. Það var ekki mikið um hótel eða mótel, maður ser nú bara tré hérna... og við erum í 27 mílna fjarlægð frá starti og marki... semsagt... eitt stykki maraþon í burtu.
Maraþonið heitir eftir 2 ættum sem elduðu grátt silfur í landnáminu í denn (1865)... Hatfield and McCoy... þeir bjuggu sitthvoru megin við ána...Big Sandy River, sem skiptir Williamson í tvennt... annar hlutinn fylgir Kentucky en hinn West Virginia. Inn í erjur þeirra fléttuðust síðan ástarmál afkomenda þeirra... bara eins og í bíó...
Vegna þessara fylkismarka sem eru alveg hætt að sjást... og brúað hægri vinstri... er mjög ruglingslegt að vita í hvoru fylkinu maður er og ég held að hlaupið bæði byrji og endi í Kentucky, þó það sé skráð í West Virginia.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON, Samgöngur | 12.6.2009 | 22:42 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.