Maraþon 100km félagsins 6.6.2009

Gunnlaugs-maran 6.6.2009100 km félagið var með 100 km hlaup í dag og bauð einnig upp á maraþon... Auðvitað mætti ég... ef ég get flogið til útlanda, hlaupið með flugþreytu, bílþreytu og rugluð í tímamismuni - þá verð ég nú að hlaupa þegar maraþonið er við útidyrnar Wink

100 km-hlaupararnir voru aðeins tveir og þeir voru ræstir kl 7... ég kl 10 og tveir aðrir maraþonar kl 2. Veðrið var dásamlegt, sól, aðeins gola og í lokin hjá mér, um kl 3 var hitinn kominn í 16°c. Sigurjón setti glæsilegt Íslandsmet í 100 km hlaupinu... Til hamingju Sigurjón.

Gunnlaugs-maran 6.6.2009Gunnlaugur hjólaði með mér hluta af leiðinni út í bryggjuhverfið til að kynna mig fyrir ,,slaufunni" og svo studdi hann mig síðasta km í mark... annars var ég ,,ein" meðal allra þeirra sem voru hlaupandi, hjólandi eða gangandi á hlaupaleiðinni í góða veðrinu í dag.

Þjónustan í hlaupinu var sú besta sem ég hef upplifað í maraþoni á Íslandi... 2,5 km á milli drykkjarstöðva og veitti ekki af í blíðunni... aðstoðarliðið frábært, uppörvandi og klappandi manni í bak og fyrir.
Gunnlaugs-maran 6.6.2009Toppurinn var auðvitað að fá nýbakaða vöfflu með rjóma og nýuppáhellt kaffi hjá Jóa.

Maraþonið, sem mældist 42,69 km hljóp ég á 5:07:57 samkvæmt mínu Garmin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt www.hlaup.com var skráður tími á mig:
Bryndís Svavarsdóttir  Hafnarfjörður  1956    5:07:59

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 7.6.2009 kl. 00:55

2 identicon

Hæ Bryndís, Til hamingju með maraþonið. Þú ferð varla nú orðið í skóna fyrir minna.

Kveðja, Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Takk,
Nú fer að líða að næstu hlaupaferð, gangi þér vel í hlaupunum í sumar. Ég veit þú átt eftir að fara undir 55 mín í næsta 10 km hlaupi
Við sjáumst...
kveðja, Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 9.6.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband