Styttingur

Ég ætlaði aldrei að hafa mig út í dag, ÓTRÚLEGT EN SATT... eins og veðrið var gott. Ég hafði ætlað að byrja á að hlaupa, svo ætlaði ég að snúa öllu við í 3ja sinn til að finna rennilásana mína og svo ætlaði ég að dinglast við að sauma vasa á hlaupajakkann minn.

En dagurinn snérist við, ég var vakin og fékk elstu í morgunkaffi og svo dingluðumst við eitthvað og þegar þau voru farin kom Bíðarinn heim og einhvernveginn var klukkan orðin 5 þegar ég fór út. Ég hélt það væri kaldara... og klæddi mig of mikið... en veðrið var dásamlegt.

Ég gerði tvær styttingar á Hrafnistuhringnum... sneiddi hjá Lækjarskóla og fór Hjallabrautina, þetta mældist 10,2 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband