Fort Collins Old Town Marathon 3.5.2009

Fort Collins Old Town Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Kids Run
Fort Collins, CO USA 3.maí 2009
http://ftcollinsmarathon.com

Fyrir hlaup í Fort Collins COÉg veit hreinlega ekki hvernig ég svaf Shocking... en ég var vöknuð áður en klukkan hringdi kl 2 í nótt. Ég fór í gegnum ferlið af vana, hellti upp á kaffi,  ræsti tölvuna og Bíðari Nr.1 hringdi strax á msn-inu, ég teipaði tærnar og var komin út 3:50.

Það er ekki oft sem hlaup bjóða upp á frí stæði í bílastæðahúsi eins og hér var gert. Rúturnar biðu fyrir utan. Ég fór með fyrstu rútu... mikið hrikalega er leiðin löng þegar maður keyrir hana um nótt. Við vorum keyrð upp í gil fyrir norðan bæinn.

http://ftcollinsmarathon.com/elevationmap.html
Upphafspunktur var í 6.108 ft hæð... og endaði í 4.981 ft.

Komin í mark í Fort Collins COHlaupið var ræst 6:15... strax á fyrsta km. stóð ég á öndinni í þessari lofthæð.  Það bjargaði mér að fyrri hlutinn var niður... en síðari helmingurinn var nokkuð flatur. 
Hitinn var 37°F í upphafi og raki í loftinu, mér var kalt á höndunum alla leiðina, samt hlýnaði þegar sólin fór að skína og ég nálgaðist bæinn.

Maraþonið mældist 42,7 km... og er hæst ánægð með tímann sem mældist 5:09:09 á mína klukku. Lilja, Linda og sonur hennar tóku á móti mér í markinu. Það var frábært af þeim Smile 

Colorado er 37.fylkið mitt.... 13 eftir
Þetta maraþon er nr. 106...  8. á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:09:07

1086 BRYNDIS SVAVARSDOTTIR ICELAND F50-54 52 F 05:09:07 886 389

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.5.2009 kl. 00:24

2 identicon

Til hamingju með þetta Bryndís. Þú rúllar þessum 13 sem eftir eru upp á næstu mánuðum.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband