Þetta var skrítin nótt... held ég hafi vaknað þreyttari en þegar ég fór að sofa og var ég að drepast úr þreytu þá.
Lilja var búin að segja mér að fólk (óvant mikilli lofthæð) væri þreytt hérna vegna lofthæðarinnar. Denver hér rétt fyrir sunnan er ,, The Mile High City"... eftir því að dæma er yfir 1600 metra lofthæð hér.
Ég byrjaði á að keyra þangað sem ég fer í rútuna... ca 10 mín keyrsla. Síðan fór ég að sækja gögnin sem voru afhent á Hilton hótelinu rétt hjá !
Þetta var lítið expo... MJÖG lítið expo...
Ég gerði mitt besta til að taka það rólega á eftir, hitti Lilju og Lindu dóttur hennar, en Linda býr 4 mílur frá áttunni minni. Lilja bauð okkur á Country Buffet og svo kíktum við smá í búðir. Ég ætla að fara snemma að sofa... þarf að vakna kl 2 í nótt.
Flokkur: Íþróttir | 3.5.2009 | 01:13 (breytt kl. 01:21) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.