Ocean Drive Marathon, New Jersey
sunnudaginn 29.mars 2009, kl. 9
http://www.odmarathon.org
Það er víst betra að hafa góðan tíma, þegar maður þarf að tékka sig út, bera sig út í bíl og keyra einhverjar mílur á áfangastað um nótt. Ég fór snemma að sofa, svaf ágætlega en var alltaf að vakna og vissi svo oft af mér. Klukkan var stillt á 4:30... Indverjinn var búinn að bjóða mér að mæta í morgunmat kl 5.
Ég talaði við Lúlla á msn á meðan ég teypaði tærnar á mér... en pakkaði svo öllu saman og var lögð af stað 6:15. Ég var mætt og fékk frábært bílastæði hálftíma áður en rútan keyrði keppendur frá markinu í Sea Isle City, kl 7:15... að startinu í Cape May.
Það var rigningar-þokusuddi og rok, fáninn var beinn út í loftið. Við fengum aðstöðu í hótel-andyri og þar fékk ég gefins svartan ruslapoka til að byrja í. Þarna frétti ég fyrir tilviljun að það mætti byrja kl. 8 og auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög frumstætt allt, engin flaga og þeir sem ætluðu fyrr af stað, þurftu að skrifa sig niður, máttu ekki klára undir 5 tímum og það var ekki víst að drykkjarstöðvar væru opnar fyrsta klukkutímann.
Leiðin hefði verið mjög falleg á björtum sumardegi... en hlaupið var á eyjunum meðfram landinu og reglulega hljóp ég yfir brýr sem tengdu þær saman. Þetta er sumarleyfisparadís ríkisbubba, flott stórhýsi með sundlaugum, allt saman mjög vel hirt og snyrtilegt EN ALLT MANNLAUST.
Ég hljóp mestalla leiðina með konu frá St.Luis og manni frá Argentínu. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af vatni, orku og ávaxtabitum. Ég þjáðist af krampa í kálfum síðustu mílurnar en er ánægð með að hafa klárað hlaupið sem mældist 42,56 km. á 5:09:16 á mína klukku.
Maraþonið er nr. 104
New Jersey er 35. fylkið mitt - 15 eftir
Eftir að hafa nært mig aðeins, keyrði ég norður til Trenton, keyrði ca 50 mílum of langt norður, vegna mistaka. Garmurinn fann ekki heimilisfangið á hótelinu og þegar ég ætlaði að láta hann finna það eftir nafni, gekk það ekki heldur - ástæðan, það hét öðru nafni fyrir ári síðan og nýja nafnið var ekki komið inn á Garminn.
Rodeway Inn, 1132 Route 73, Mount Laurel, NJ. Us 08054
phone (856) 656 2000 Room 120
Ég var mikið fegin þegar ég komst loksins á hótelið, komst í samband við Bíðarann, sturtu og fékk mér að borða
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 29.3.2009 | 23:56 (breytt 31.3.2009 kl. 01:35) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín til hamingju með þennan áfanga, það var leiðinlegt
að heyra með Lúlla ,ég var að hugsa afhverju Lúlli færi ekki með
þér , nú er skýringin komin. ég man að þú sagðir mér síðast þegar við
hlupum saman að Lúlli væri að fara til læknis.
hlakka til að sjá þig aftur góða heimferð.
þín hlaupavinkona Soffía.
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 08:28
Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var tími minn 5:09:19, en tímataka var handvirk... ekki flaga.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 31.3.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.