Það er ákveðið, Bíðari nr 1 bíður heima.

Þegar ég dróst í bælið í gærkvöldi var ég ákveðin að hætta við ferðina - það væri ekki spurning, auðvitað myndi ég vera heima og halda í hendina á Gullinu... nóttin var hálf svefnlaus...

Þegar ég vaknaði í morgun var ég algerlega búin að snúast... ákveðin í að fara ein út. Auðvitað verður mjög skrítið að fara ein... en ég verð í góðu sambandi við alla... m.a. búin að stofna msn fyrir Bíðarann. Lovísa sagði nú... hum.. mamma, þú verður að taka frá heilt kvöld ef þú ætlar að tala við hann á msn.

 Það tók bara klukkutíma að pakka, æfð handtök. Bíðarinn keyrir mig út á völl eh og bíður síðan heima, slakar á og hefur það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband