Hvað á ég að gera?

Við eigum flug til Boston á morgun... en eiginmaðurinn fór í þrekpróf hjá hjartalækni kl 4 í dag og kom heim um sexleytið með þann úrskurð að hann megi ekki fara út... hann eigi að fara í hjartaþræðingu. Bið eftir þræðingu getur verið upp í 6 mán og verðum við bara að vona að hann fái þræðinguna fyrir næstu ferð sem er 22.apríl - 6.maí.

Ég vildi fyrst hætta við ferðina á morgun... en eiginmaðurinn vill endilega að ég fari ein út... hann sé ekki í neinni hættu... ég er í ofboðslegri baráttu núna... HVAÐ ÉG EIGI AÐ GERA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband