Hrikalegar hetjur ;)

Það var ekki hundi út sigandi, kyngdi niður snjó og skafrenningur...  en við Vala fórum Hrafnistuhringinn 12,5 km. Ég var mætt fyrir utan vinnuna hjá henni MJÖG tímanlega. Ég verð að fara að reikna þetta betur út. Pinch

Færðin var ömurleg... en við vorum svakalega skemmtilegar saman. Hluta af leiðinni... sá sem er yfirleitt alltaf á móti okkur... þá var besta veðrið SMÁSTUND... en síðasta km var veðrið eins og í óveðursbíómyndum... það var skafið yfir stíginn, vindurinn á móti, ég sá ekki út úr augum og svo kólnaði hressilega en ég var alveg að komast heim og ekkert annað í stöðunni en að láta sig hafa það Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ   Bryndís mín, já þið eruð algjörar   hetjur  að hlaupa í þessari færð

 ég hef bara labbað  , en verið mest inni í   ræktinni.,  farðu vel með þig.

                                                   þín    hlaupa vinkona   Soffía.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 07:40

2 identicon

Tek undir með Soffíu þið eruð duglegar. Var að byrja aftur á mánudaginn hef ekkert hlaupið úti síðan 9. janúar og það var erfitt að byrja. En þá er bara að bíta á jaxlinn.

Kveðja,

Þóra Hrönn

þóra hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband