Loksins auðar götur...

Frábært... Snjórinn næstum farinn, ég skellti mér út rétt eftir 1 í dag... Veðrið var nú ekki uppörvandi... rétt að koma rigningardropar... en ég lét mig hafa það.

Ég hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 eins og vanalega... rokið var stundum á eftir mér en oftar á móti... hringurinn er bara þannig. Mér finnst skemmtilegra þegar ég er ein að hlaupa þessa leiðina... hleyp hann kanski öfugt með einhverjum. Sjávarleiðin til baka er fín, þó vindurinn sé alltaf á móti þar. Ég fann ekki svo fyrir rigningunni en samt var ekki þurr þráður á mér þegar ég kom heim... ég var síðan rétt komin inn, var að fara úr skónum þegar úrhellið kom, eins og hellt úr fötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband