Ein einu sinni enn...

Ég fór í kirkju í morgun, ætlaði hvort sem er að hlaupa ein seinna um daginn. Klukkan var orðin 2 loksins þegar ég fór út... Sumar gangstéttir voru orðnar auðar en aðrar voru skelfing. Lenti í myndatöku með 40-50 mönnum fyrir utan Fjöruna... þeir voru í stuði enda á spariskónum... og með öðruvísi orkudrykk heldur en ég.

Ég fór stóra Garðabæjarhringinn 19,5 km og maður minn, ég var gjörsamlega lurkum lamin þegar ég kom heim. Búin að vera... stíf upp í háls í hálkunni eftir að hafa verið hálf skríðandi yfir klakabunkana... það er spurning hvort þetta sé leggjandi á sig Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband