Því miður voru skórnir of stórir, verð að skipta þeim... en ég hefði hvort sem er ekki tímt að prófa þá í þessari færð
Vetrarsokkarnir Nimbus voru settir undir í dag og virka frábærlega, eins og sniðnir á fótinn. Mínir gömlu sem voru báðir á vinstri fót... gengu náttúrulega ekki lengur. Ég hafði keypt þá hjá Daníel Smára í Afreksvörum og það hafði einhver ruglað saman pörum... og ég nennti ekki að skipta... svo ég hef ekki haft hægri fót í nokkur ár Nýju sokkarnir eru frábærir, ekki of þykkir, sniðnir á fótinn og hlýjir.
Við Vala hlupum saman í dag. Ég hljóp í vinnuna til hennar og við fórum saman Hrafnistuhringinn 12,5 km.
Veðrið var frábært, -5°c en stillt veður og við náðum að hlaupa í björtu. Það var sama ófærðin og hina dagana í vikunni en það var svo gaman að hlaupa með henni að ófærðin gleymdist alveg. Við ætlum að hlaupa aftur saman á laugardag.
Flokkur: Íþróttir | 5.2.2009 | 19:04 (breytt kl. 19:11) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.