Ég hljóp sama hring og í fyrradag... Hrafnistuhringinn og í dag mælist hann 0,5 km. lengri... eina útskýringin er að klukkan stoppaði síðast en ég hélt það hefði ekki verið nein vegalengd sem mældist ekki... ég var að bjástra við vettlingana. Já, í fyrsta sinn á Íslandi hljóp ég með vettlinga mestan hluta hringsins.
Hrafnistuhringurinn mælist sem sagt 12,5 km og stundum hef ég tekið lengingu hér í hverfinu til að lengja í 13 km... en ekki núna. Það var hörkufrost um -10 °c þegar ég lagði af stað um hádegið... -7 þegar ég kom til baka.. sagði Bíðari nr.1
Ég reyndi að vera vitur og fara hægt... svo ég andaði ekki of ört köldu ofaní lungu. Veðrið var fallegt þrátt fyrir kuldann en ófærðin er óskemmtileg.
Flokkur: Íþróttir | 4.2.2009 | 16:58 (breytt kl. 17:01) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.