Það eru rosaleg viðbrigði að koma úr 30°C hita og hlaupa hér heima í frosti og ófærð. Ég kom heim á miðvikudag en hljóp ekki fyrr en í dag... ekki það að ég nennti ekki fyrr - heldur að ég prédikaði í gær í kirkjunni minni og notaði mér fyrir helgina, að vera inni í hlýjunni á náttfötunum... hafa það kósí við að setja saman pistilinn.
Þar sem ég hljóp ein í dag.. naut ég þess að hlaupa í björtu... færðin var skelfing fyrir grindarlosið mitt... ég var með gormabrodda... veit ekki hvort þeir björguðu neinu. Kannski helst ef snjórinn er vel þjappaður en ekki svell, því þá virka þeir eins og skautar.
Ég fór Hrafnistuhring, með viðkomu í Sjúkraþjálfaranum þar sem ég heilsaði upp á Völu... sem ég hef ekki séð síðan fyrir jól. Hringurinn sem var 12 km var seinfarinn en kærkominn hreyfing... ég vil samt losna við þennan snjó.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.