Gögnin sótt í Miami, Florida

Gögnin í Miami 23.1.2009Við keyrðum út á Miami Beach. Sólin og veðrið lék við okkur.  Við vorum heppin... fengum stæði á ,,útsölu" mjög nálægt Miami Beach Convention Center... þar sem gögnin voru afhent.

Hlaupið er ekki svo stórt, ekki expo-ið heldur. Það byrjaði kl 12 á hádegi og við vorum með fyrstu mönnum á staðinn.  Það var nóg af sölubásum, en lítið um almennileg tilboð á einhverju.

Gögnin í Miami 23.1.2009, í startholunumÉg fékk bib nr. 6067... Flestir eru komnir með þessa einnota-límmiða/renning sem maður festir á skóinn í staðinn fyrir flögu.
Við keyrðum á startið... markið er rétt hjá en hótelið okkar er 15 mílur í burtu.  Við slökum bara á núna og á morgun...
Maraþonið verður ræst kl 6:15 á sunnudagsmorgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband