Museum of Aviation Foundation
Marathon & Half-Marathon,
Warner Robins/Robins AFB, GA USA.
17.jan. 2009
http://www.robinspacers.org/museum
Klukkan var stillt á 4:30 og konan sem sér um eldhúsið var svo vinsamleg að opna það klst fyrr en vanalega. Við gátum fengið okkur kornflex, beyglur og vöfflur... umm heitar, nýbakaðar vöfflur.
Við keyrðum af stað rúmlega 7, enda stutt á staðinn. Ég þurfti að sækja gögnin... ég var nr 107.
Það var nokkurra stiga frost, svo ég var í síðerma bol úr Disney-maraþoninu og vesti úr Mississippi Blues-maraþoninu. Ég var ekki með vettlinga með mér, svo ég keypti þá í gær í Wal-mart.
Afhending gagna og verðlauna fór fram inni í flugvélasafninu og startið var fyrir utan, heilt maraþon fór tvisvar sama hringinn í kringum flugvöllinn og vallarsvæðið.
Það var ræst kl 7:57 (smá mistök).
Eins og oft gerist í litlum hlaupum fór ég of hratt af stað, maður smitast þegar það eru fáir keppendur og meirihlutinn er kannski að fara hálft maraþon.
Við hliðina á skilti fyrir mílu 1... fékk ég rosalegan sinadrátt eða krampa í vinstri hnésbót... Ég veinaði : Ó, NEI GUÐ þetta má ekki...
Ég hægði á mér, reyndi að hlaupa vinstra megin á veginum, því hann var hæstur í miðjunni, þannig gat ég rétt aðeins meira úr fætinum... ég losnaði við sinadráttinn, Guði sé lof... og gat haldið hraðanum út hlaupið.
Það var óvænt ánægja að ég kom í mark á tímanum 4:58:48 á mína klukku og var fyrst í mínum aldursflokki.
Ég næ alltaf betri tíma í kulda og mótvindi en í hita.
Þetta maraþon er nr. 101 og Georgía 33 fylkið mitt.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 18.1.2009 | 03:11 (breytt kl. 03:47) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín og til hamingju með verðlaunin þetta var nú flott
og bara góður tími .
hafðu það gott bið að heilsa Lúlla
þín hlaupa vinkona Soffía.
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:18
Takk fyrir óskirnar Soffía mín
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.1.2009 kl. 16:02
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 4:58:59
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.1.2009 kl. 16:03
Fyrirgefið, ég las ekki rétt... Byssutími 4:58:59, flögutími 4:48:43
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.1.2009 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.