100. Maraþonið mitt, Disney, Florida 11.jan.2009

Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Orlando, FL USA 11.jan. 2009
http://www.DisneyWorldMarathon.com

Bíðari nr.1... æfir ,,biðÍ dag náðum ég stórum áfanga. Ég hljóp hundraðasta maraþonið mitt hér í Disney World í Florida. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður og þótti það frábær upplifun. 

Hlaupið var ræst kl. 5:50 svo við vöknuðum 3:30 og það mátti ekki knappara vera. Við sáum það þegar Lúlli var í bílastæðisröðinni að ég varð bara að kveðja hann þar og hlaupa út úr bílnum. Ég rétt komst í ,,síðasta piss" og í ráshólfið mitt. 

Veðurspáin spáði skýjuðu og 20% líkum á rigningu... þetta voru auðvitað tóm svik. Við byrjuðum í 15 °C hita en um leið og sólin kom upp var orðin steik, 25°C og mælirinn á bílastæðinu sýni 30°C.

DisneyWorldMarathon11.1.2009 Ég byrjað vel, fór samt alltof hratt af stað og varð fyrir því óhappi að detta og strauja malbikið í kringum 5. mílu... hægri hliðin var upprifin og nárinn vinstra megin var aumur... En hvað með það, ég reyndi bara að spýta í lófana og halda áfram.
Hitinn lamaði mig á leiðinni, ég á í svo miklum vandræðum með að drekka hæfilega. Fyrst drakk ég alltof lítið og síðan alltof mikið.

Þegar ég nálgaðist markið, lét Lúlli mig fá spjald sem hann hafði skrifað á 100 Maraþon, Bryndís... og ég hljóp með það í gegnum markið.

Ég kom í mark á tímanum 5:34:02 á mína klukku, og verð víst að gera mig ánægða með að hafa ekki þurft að hætta eftir að ég datt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með þetta maraþon, þvílík kraftakona þú ert.

Sigrún Óskars, 11.1.2009 kl. 18:30

2 identicon

Til hamingju með það 100.

Kveðja,

Þóra Hrönn

Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins var flögutíminn 5:33:57

15307 BRYNDIS SVAVARSDOTTIR HAFNARFIRDI  ICELAND,  52,

F

     
     5:33:57 5:38:25    

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 11.1.2009 kl. 23:11

4 identicon

til hamingju með þetta   hlaup  elsku Bryndís , þvílíkur  áfangi og í þessum hita,    ég segi bara ekki  annað  .,gangi  þér vel úti  og góða   skemmtun.

                                               þín  hlaupa vinkona  SOFFÍA.

soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband