Gögnin sótt í Disney, Florida

ExpoDisneyJan2009Veðrið var dásamlegt í dag, heitt og notalegt í sólinni. Við renndum í Disney garðinn til að sækja gögnin fyrir maraþonið á sunnudag. Þar var auðvitað múgur og margmenni. Barnahlaupið var í gangi rétt hjá þar sem gögnin voru afhent.

Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í þetta Expo... þó ég hafi bara hlaupið Disney einu sinni áður... en það hafði heldur betur breyst frá því síðast. 
Pinnmerki hlaupsins helmingi dýrara, engir afslættir á hlaupafatnaði og hvorki boðið upp á vatnssopa né neitt til að smakka. 

ExpoDisneyJan2009 Síðast þegar ég hljóp Disney (2005) var hálfa maraþonið ræst um leið og það heila, en við hlupum þá í sínhvora áttina minnir mig, núna er hálfa maraþonið á morgun, laugardag og þeir sem hlaupa bæði heilt og hálft fá sérstakan verðlaunapening auka... ég vildi að ég hefði vitað af því fyrr, því ég reyndi, en það var of seint að skrá sig í þetta hálfa í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband