Mississippi Blues Marathon, Jackson, MS USA Jan. 3, 2009
http://www.msbluesmarathon.com/
Ég svaf óhemju illa og hef ekki hugmynd af hverju. Klukkan var stillt á 4:45 og við vorum komin út úr dyrunum um kl.6. Það var ekki langt á startið en maður getur þurft að ganga eitthvað frá bílastæðunum.
Þetta er ekki fjölmennt hlaup. Hvílíkur loftraki, mér var þungt um andardrátt á meðan ég beið eftir ræsingu. Göturnar voru blautar og hálar... og skelfilega illa farnar í gamla bænum.
Hlaupið var ræst kl 7 og ég hélt ég væri komin í rússíbana, hvílíkar brekkur, ég heyrði fólk kvarta yfir þeim. Sem betur fer vissi ég ekki af þeim fyrir, þeir eru ekki með hæðarkort á síðunni.
Ég heyrði marga tala um að þeir hefðu keyrt sig út í brekkunum...
Eftir brekkurnar þ.e. eftir að hálfa maraþonið hafði verið skilið frá, fórum við fram og til baka eftir ,,keflavíkurvegi" og síðan aftur í brekkuvesenið. Við vorum allan tímann í umferðinni, aðeins ein akgrein var lokuð af fyrir hlaupið. Þjónustan á leiðinni var frábær en fáir aðrir á ferli.
Ég lauk hlaupinu á tímanum 5:30:34 og má bara þakka fyrir að hafa nennt að klára það og verð nú að segja eins og er að þetta var ekki skemmtilegt hlaup. Þetta maraþon var nr 99 hjá mér og fylkin sem ég hef klárað orðin 32
Ath. myndir birtar með góðfúslegu leyfi Bíðara nr. 1
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 3.1.2009 | 21:03 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís, Til hamingju með hlaupið. Það var gott hjá þér að klára það. Það líður að því 100. Ég fylgist með því.
Kveðja,
Þóra Hrönn
Þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:27
Ég sá í sjónvarpinu að hlaupið byrjaði í 20°C og 96% loftraka og hitinn hækkaði síðan í um 25°C...
Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn 5:30:33
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 5.1.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.